Lífið

Lára flakkar heims­horna á milli í einka­flug­vél með lyfjaprinsinum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lára og Jens opinberuðu samnband sitt í sumar.
Lára og Jens opinberuðu samnband sitt í sumar.

Áhrifavaldurinn Lára Clausen og kærastinn hennar, Jens Hilmar Wessman hafa notið sumarsins á ferð og flugi í sumar. Einkaþotur, glæsikerrur og kavíar koma þar við sögu.

Lára hefur um nokkurra ára skeið verið öflug samfélagsmiðlastjarna. Jens Hilmar er elsti sonur Róberts Wessman, forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech og eins ríkasta manns landsins. Parið opinberaði samband sitt sumar og virðist ástin blómstra milli þeirra.

Einkaþota og glæsikerrur

Lára og Jens hafa gefið fylgjendum sínum innsýn inn í ferðalög sumarsins sem hafa einkennst af miklum vellystingum. Í lok ágúst fór parið um borð í einkaþotu í Frakklandi sem flaug þeim til Grikklands, þar sem kampavín og kavíar var á boðstólum. Við komuna til landsins beið einkabílstjóri eftir þeim. Parið gisti á fallegu hóteli.

Í júlí heimsótti parið borg ástarinnar, París þar sem þau gistu á glæsilegu hóteli og gerðu vel við sig í mat og drykk. Líkt og eftirfarandi myndir gefa til kynna virðist lífið leika við þau.

Lára vakti athygli um árið þegar hún ásamt vinkonu sinni svaraði kalli enskra landsliðsmanna í knattspyrnu sem komu hingað til lands. Þær færðu landsliðsmönnunum meðal annars nammi upp á hótelherbergi. 

Heimsóknin varð umtöluð þar sem kórónuveirufaraldurinn gekk yfir á þeim tíma og landsliðsmennirnir máttu ekki fá fólk í heimsókn.


Tengdar fréttir

Clausen og Wessman nýjasta par landsins

Lára Clausen og Jens Hilmar Wessman eru eitt nýjasta par landsins. Parið hefur verið duglegt að birta myndir af sér saman undanfarnar vikur.

Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail

Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×