Mourinho fékk spjald fyrir furðuleg mótmæli Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2024 16:01 Mourinho á bekknum í Antalya í gær, tölvuna frægu má sjá til hægri á myndinni. Sinan Ozmus/Anadolu via Getty Images Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli. Mourinho er þjálfari Fenebahce í Tyrklandi, starf sem hann tók við í sumar. Lið hans vann 2-0 sigur á Antalyaspor í tyrknesku deildinni um helgina en Mourinho var ekki sá kátasti þegar mark var dæmt af hans mönnum, sem honum þótti eiga að fá að standa. Mark Edins Dzeko í stöðunni 1-0, á 76. mínútu, var dæmt af vegna rangstöðu eftir endurskoðun í VAR. Mourinho fékk að sjá endursýningu af atvikinu í fartölvu þjálfara hjá tyrkneska liðinu og ákvað hann að setja á pásu og leggja skjáinn fyrir framan sjónvarpsmyndavél. Þetta var í þeim tilgangi gert að sýna fram á Dzeko hafi ekki verið rangstæður. Fyrir vikið fékk Mourinho gult spjald frá dómara leiksins. „Fyrir mér var þetta löglegt mark. Ég sagði ekki stakt orð við dómarann, ég setti enga pressu á hann. Ég lagði fartölvuna bara þarna, ég var mjög rólegur,“ sagði Mourinho um atvikið á blaðamannafundi eftir leik. Fenebahce vann leikinn 2-0 þar sem sjálfmark varnarmannsins Thalisson tvöfaldaði forystu Fenebahce örfáum mínútum eftir að mark Dzeko var dæmt af. Dusan Tadic hafði skorað fyrra mark Fenerbahce. Liðið er með 16 stig eftir sjö leiki, í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Mourinho er þjálfari Fenebahce í Tyrklandi, starf sem hann tók við í sumar. Lið hans vann 2-0 sigur á Antalyaspor í tyrknesku deildinni um helgina en Mourinho var ekki sá kátasti þegar mark var dæmt af hans mönnum, sem honum þótti eiga að fá að standa. Mark Edins Dzeko í stöðunni 1-0, á 76. mínútu, var dæmt af vegna rangstöðu eftir endurskoðun í VAR. Mourinho fékk að sjá endursýningu af atvikinu í fartölvu þjálfara hjá tyrkneska liðinu og ákvað hann að setja á pásu og leggja skjáinn fyrir framan sjónvarpsmyndavél. Þetta var í þeim tilgangi gert að sýna fram á Dzeko hafi ekki verið rangstæður. Fyrir vikið fékk Mourinho gult spjald frá dómara leiksins. „Fyrir mér var þetta löglegt mark. Ég sagði ekki stakt orð við dómarann, ég setti enga pressu á hann. Ég lagði fartölvuna bara þarna, ég var mjög rólegur,“ sagði Mourinho um atvikið á blaðamannafundi eftir leik. Fenebahce vann leikinn 2-0 þar sem sjálfmark varnarmannsins Thalisson tvöfaldaði forystu Fenebahce örfáum mínútum eftir að mark Dzeko var dæmt af. Dusan Tadic hafði skorað fyrra mark Fenerbahce. Liðið er með 16 stig eftir sjö leiki, í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira