Áhorfandi fékk sex milljónir fyrir ótrúlegt skot Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2024 07:02 Pavel Volkman, fyrir miðju, vissi varla hvernig hann ætti að láta eftir milljónaskotið sitt. Sparta Prag Tékkar kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og það á við um stuðningsmann Sparta Prag sem tryggði sér sex milljóna króna verðlaun með ótrúlegu skoti. Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira