Aftur fram af hengifluginu? Ingólfur Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:30 Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun