Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 27. september 2024 13:31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar