„Við erum á nýju stigi stríðs,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra Líbanon, Firass Abiad, á vef BBC. Hann segir þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í suðri og að helst markmið árása Ísraela hafi verið að hvetja til fjöldaflótta íbúa frá þeim svæðum sem þeir hafi ætlað að ráðast á.
„Það er augljóst að ætlum ísraelskra stjórnvalda er að stigmagna og ögra,“ segir Abiad í samtali við BBC og að í Líbanon sé nýtt stig stríðs núna. Upphafleg hafi árásirnar verið að ákveðnum skotmörkun en nú geri þeir ekki greinarmun.
Í umfjöllun BBC segir að ekki hafi verið meira mannfall í átökum í Líbanon frá árinu 2006.
Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá. Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael.