Íslenski boltinn

Fyrir­liðinn fram­lengir og tekur slaginn í Bestu deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Alex Freyr, fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr, fyrirliði ÍBV. Vísir/Anton Brink

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því taka slaginn með liðinu í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu um ÍBV en Alex Freyr lék sautján deildarleiki fyrir ÍBV á tímabilinu sem nú fer að líða undir lok í Lengjudeildinni. Eyjamenn, undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar, tryggðu sér efsta sæti deildarinnar og fengu þar með beinan farmiða upp í Bestu deildina. 

Samningur Alex Freys við ÍBV átti að renna út núna í vetur en hann hefur nú framlengt veru sína hjá félaginu um þrjú ár. 

Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki og skorað í þeim átta mörk. Hann kom til félagsins frá KR eftir að hafa leikið með Kórdrengjum á láni í Lengjudeildinni 2021. Á sínum ferli hefur hann leikið með Sindra, Grindavík og Víkingi Reykjavík auk þeirra liða sem nefnd eru að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×