Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 21:08 Ísraelskir hermenn á húsþaki í Qabatiya þar sem fjórir menn voru felldir. AP/Majdi Mohammed Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira