Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 20:30 Katrín Kristjana hefur fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. vísir Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“ Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira