Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 20:30 Katrín Kristjana hefur fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. vísir Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“ Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira