„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 „Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun