Þegar móðir mín kvaddi okkur fyrir einu ári síðan í dag Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 19. september 2024 07:02 Ég hef verið frekar lánsamur í gegnum lífið þegar kemur að því að hafa verið verndaður fyrir dauðanum og hinum hræðilegu sálfræðilegu áhrifum hans og sorg. Allavega þegar kemur að nánum ættingjum og fjölskyldunni minni. En í fyrra þann 19. september stuttu eftir að ég varð 38 ára gamall breyttist allt líf mitt vegna eins hræðilegs atburðs og hefur haft gríðarleg áhrif á persónuleika minn og mig sem manneskju. Og þjáningin sem fylgdi þessum atburði hefur algjörlega umbreytt mér síðustu 12 mánuði sem hafa vægast sagt verið furðulegir ef ég get orðað það á einhvern hátt. En því miður aðeins í gegnum þjáninguna og erfiðleikana þroskumst við og umbreytumst og líf okkar tekur breytingum og við förum inn á nýjan veg í lífinu, nýjan lífshring. Ef ekki væri fyrir þjáninguna myndi allt haldast bara eins. Það er mjög skrýtið fyrir mig að byrja þessa grein svona því ég ætlaði að fara bara beint út í rannsóknir á krabbameini og allt sem tengist því. En ég kem inn á það hér rètt á eftir. En þegar ég byrja að skrifa fer ég alltaf í flæði og veit ekki hvernig hlutirnir koma út. En í dag 19. september fyrir ári síðan lést móðir mín úr mjög alvarlegu krabbameini tiltölulega fljótlega eftir greiningu lækna. Mamma var nýorðin 60 ára gömul sem er enginn aldur. Ég á tvö yngri systkini en faðir minn kynntist móðir minni á Höfn í Hornafirði og þau verið saman síðan eða í um 40 ár. Ég hef þurft að takast á við fráfall móður minnar á minn hátt en bróðir minn er 6 árum yngri en ég og systir mín 10 árum yngri. Ég hef sett mig í þeirra spor og það er svo margt sem þau fengu ekki að upplifa með mömmu sem ég fékk að upplifa sem gefur mér mikla sorg. Ég fékk lengri tíma með mömmu en ég vildi að ég hefði nýtt þann tíma betur. Því það er svo sannarlega satt þegar sagt er að: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Fyrir pabba minn að missa lífsförunaut sinn alltof snemma þegar þau voru að klára að byggja bústað til að eyða efri árunum í honum þá er erfitt að setja sig í hans spor en ég sé og finn sársaukann hans en pabbi er hetjan mín og mín helsta fyrirmynd í lífinu. Sumir segja að það sé fyrir löngu búið að finna lækningu við krabbameini en að því sé haldið leyndu því annars myndi lyfjamarkaðurinn hrynja. Mér þykir það ekki ólíklegt þar sem það er 2024 og öll tæknin sem við erum búin að finna upp og þróa síðustu áratugi er hreint út sagt með ólíkindum. Og afhverju er þá ekki komin lækning við krabbameini og öðrum krónískum sjúkdómum? Þetta eru allavega vangaveltur sem eiga fullan rétt á sér þó það sé hægt að flokka þær sem samsæriskenningar. En því miður að þá er krabbamein orðið hræðilega algengt í dag og virðist hafa aukist verulega eftir Covid-19. Sumir kenna bólusetningum um. Aðrir kenna vírusnum sjálfum um. Þetta er allavega umhugsunarefni út af fyrir sig. Allir þekkja einhvern sem hefur dáið úr krabbameini og flestir eiga nána ættingja sem hafa dáið úr því eða eru að berjast við það daglega í dag. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi greinast með krabbamein því meðferðarúrræðin og veikindin sem fylgja með lyfjameðferð eru hræðileg. Kannski myndi ég bara lifa lífinu eins og hver dagur væri minn síðasti með öllum ástvinum mínum þangað til kæmi að kveðjustund. En að fara í gegnum þennan missi sýndi og kenndi mér eitt og það er það að við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig“ við ástvini okkar og sínum þeim raunverulega hversu mikið við metum þá. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá tók ég mörgu sem einfaldlega sjálfsögðum hlut sem ég geri ekki í dag. Að fara í gegnum svona missi umbreytir manni eins og flestir þekkja af eigin raun. Tíminn læknar ekki öll sár en við lærum að lifa með sárunum og eignast góðar minningar með þeim ástvinum sem eru ennþá með okkur og reyna að vera til staðar fyrir þá. Ég ætla ekki að fara út í heimspekilegt tal sem tengist örlögum eða inn á andlegar nótur eða að tími móðir minnar var komin. Ég vil bara segja að móðir mín var engill og þannig töluðu allir um hana. Hún var kærleikurinn holdi klædd og það er virkilega ósanngjarnt að hún fór svona ung frá okkur á þeim aldri sem maður á að byrja að njóta sín eftir lífsins baráttur. Ég vona að það komi fram lækning við krabbameini fljótt því alltof margar fjölskyldur eru í sárum og miklum sársauka vegna þessa sjúkdóms. Ég hefði ekki getað skrifað um þetta fyrir 30 dögum síðan en eitthvað gaf mér styrk og ástæðu til að skrifa þessar línur. Kannski af því það eru svo margir í sömu stöðu og ég og mín fjölskylda og tjáningin og tengingin heilar okkur. Að speglast í hvort öðru og að sjá og skilja hvort annað. Við verðum öll fyrir hræðilegum missi í lífinu. Það er bara partur af því. En vegna barnanna okkar og þeirra framtíð þá vona ég að það finnist lækningar mjög fljótt við bæði krabbameini, taugasjúkdómum og öðrum hræðilegum krónískum sjúkdómum sem herja á okkur. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands ( https://www.krabb.is/ ), kemur fram að rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni og greinast nú 1900 ný tilfelli árlega á Íslandi. Einnig að 68% karla og 67% kvenna sem fá krabbamein lifa í fimm ár eða lengur eftir greiningu en það sé breytilegt eftir tegundum krabbameina. Ef þú sem þetta lest vilt styrkja krabbameinsfélagið þá er reikningur þeirra Kennitala: 700169-2789Bankanr.: 301-26-706 Margt smátt gerir eitt stórt. Síðan er náttúrulega bleika slaufan og mottumars sem er frábært framtak. Í lokin vil ég vekja athygli á því að ,Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna þriðjudaginn 24. september, í húsi Krabbameinsfélagsins. Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila segir á síðu þeirra. Að lokum vil ég bara segja að ef þú ert að berjast við krabbamein að ekki missa vonina og að hugur þinn er eitt sterkasta aflið þitt. Í því samhengi vil ég mæla með bókinni „Einskonar töfrar“ eftir Pál Erlendsson. Sú bók mun hjálpa þér meira en þú veist í þessari baráttu. Allir krabbameinssjúklingar eru hetjur fyrir mér og ég vona að þessi grein hafi þjónað einhverjum tilgangi. Ég held allavega að hún hafi gert það fyrir mig með ákveðinni lokun. Aldrei missa vonina. Þú ert sönn hetja. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég hef verið frekar lánsamur í gegnum lífið þegar kemur að því að hafa verið verndaður fyrir dauðanum og hinum hræðilegu sálfræðilegu áhrifum hans og sorg. Allavega þegar kemur að nánum ættingjum og fjölskyldunni minni. En í fyrra þann 19. september stuttu eftir að ég varð 38 ára gamall breyttist allt líf mitt vegna eins hræðilegs atburðs og hefur haft gríðarleg áhrif á persónuleika minn og mig sem manneskju. Og þjáningin sem fylgdi þessum atburði hefur algjörlega umbreytt mér síðustu 12 mánuði sem hafa vægast sagt verið furðulegir ef ég get orðað það á einhvern hátt. En því miður aðeins í gegnum þjáninguna og erfiðleikana þroskumst við og umbreytumst og líf okkar tekur breytingum og við förum inn á nýjan veg í lífinu, nýjan lífshring. Ef ekki væri fyrir þjáninguna myndi allt haldast bara eins. Það er mjög skrýtið fyrir mig að byrja þessa grein svona því ég ætlaði að fara bara beint út í rannsóknir á krabbameini og allt sem tengist því. En ég kem inn á það hér rètt á eftir. En þegar ég byrja að skrifa fer ég alltaf í flæði og veit ekki hvernig hlutirnir koma út. En í dag 19. september fyrir ári síðan lést móðir mín úr mjög alvarlegu krabbameini tiltölulega fljótlega eftir greiningu lækna. Mamma var nýorðin 60 ára gömul sem er enginn aldur. Ég á tvö yngri systkini en faðir minn kynntist móðir minni á Höfn í Hornafirði og þau verið saman síðan eða í um 40 ár. Ég hef þurft að takast á við fráfall móður minnar á minn hátt en bróðir minn er 6 árum yngri en ég og systir mín 10 árum yngri. Ég hef sett mig í þeirra spor og það er svo margt sem þau fengu ekki að upplifa með mömmu sem ég fékk að upplifa sem gefur mér mikla sorg. Ég fékk lengri tíma með mömmu en ég vildi að ég hefði nýtt þann tíma betur. Því það er svo sannarlega satt þegar sagt er að: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Fyrir pabba minn að missa lífsförunaut sinn alltof snemma þegar þau voru að klára að byggja bústað til að eyða efri árunum í honum þá er erfitt að setja sig í hans spor en ég sé og finn sársaukann hans en pabbi er hetjan mín og mín helsta fyrirmynd í lífinu. Sumir segja að það sé fyrir löngu búið að finna lækningu við krabbameini en að því sé haldið leyndu því annars myndi lyfjamarkaðurinn hrynja. Mér þykir það ekki ólíklegt þar sem það er 2024 og öll tæknin sem við erum búin að finna upp og þróa síðustu áratugi er hreint út sagt með ólíkindum. Og afhverju er þá ekki komin lækning við krabbameini og öðrum krónískum sjúkdómum? Þetta eru allavega vangaveltur sem eiga fullan rétt á sér þó það sé hægt að flokka þær sem samsæriskenningar. En því miður að þá er krabbamein orðið hræðilega algengt í dag og virðist hafa aukist verulega eftir Covid-19. Sumir kenna bólusetningum um. Aðrir kenna vírusnum sjálfum um. Þetta er allavega umhugsunarefni út af fyrir sig. Allir þekkja einhvern sem hefur dáið úr krabbameini og flestir eiga nána ættingja sem hafa dáið úr því eða eru að berjast við það daglega í dag. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi greinast með krabbamein því meðferðarúrræðin og veikindin sem fylgja með lyfjameðferð eru hræðileg. Kannski myndi ég bara lifa lífinu eins og hver dagur væri minn síðasti með öllum ástvinum mínum þangað til kæmi að kveðjustund. En að fara í gegnum þennan missi sýndi og kenndi mér eitt og það er það að við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig“ við ástvini okkar og sínum þeim raunverulega hversu mikið við metum þá. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá tók ég mörgu sem einfaldlega sjálfsögðum hlut sem ég geri ekki í dag. Að fara í gegnum svona missi umbreytir manni eins og flestir þekkja af eigin raun. Tíminn læknar ekki öll sár en við lærum að lifa með sárunum og eignast góðar minningar með þeim ástvinum sem eru ennþá með okkur og reyna að vera til staðar fyrir þá. Ég ætla ekki að fara út í heimspekilegt tal sem tengist örlögum eða inn á andlegar nótur eða að tími móðir minnar var komin. Ég vil bara segja að móðir mín var engill og þannig töluðu allir um hana. Hún var kærleikurinn holdi klædd og það er virkilega ósanngjarnt að hún fór svona ung frá okkur á þeim aldri sem maður á að byrja að njóta sín eftir lífsins baráttur. Ég vona að það komi fram lækning við krabbameini fljótt því alltof margar fjölskyldur eru í sárum og miklum sársauka vegna þessa sjúkdóms. Ég hefði ekki getað skrifað um þetta fyrir 30 dögum síðan en eitthvað gaf mér styrk og ástæðu til að skrifa þessar línur. Kannski af því það eru svo margir í sömu stöðu og ég og mín fjölskylda og tjáningin og tengingin heilar okkur. Að speglast í hvort öðru og að sjá og skilja hvort annað. Við verðum öll fyrir hræðilegum missi í lífinu. Það er bara partur af því. En vegna barnanna okkar og þeirra framtíð þá vona ég að það finnist lækningar mjög fljótt við bæði krabbameini, taugasjúkdómum og öðrum hræðilegum krónískum sjúkdómum sem herja á okkur. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands ( https://www.krabb.is/ ), kemur fram að rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni og greinast nú 1900 ný tilfelli árlega á Íslandi. Einnig að 68% karla og 67% kvenna sem fá krabbamein lifa í fimm ár eða lengur eftir greiningu en það sé breytilegt eftir tegundum krabbameina. Ef þú sem þetta lest vilt styrkja krabbameinsfélagið þá er reikningur þeirra Kennitala: 700169-2789Bankanr.: 301-26-706 Margt smátt gerir eitt stórt. Síðan er náttúrulega bleika slaufan og mottumars sem er frábært framtak. Í lokin vil ég vekja athygli á því að ,Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna þriðjudaginn 24. september, í húsi Krabbameinsfélagsins. Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila segir á síðu þeirra. Að lokum vil ég bara segja að ef þú ert að berjast við krabbamein að ekki missa vonina og að hugur þinn er eitt sterkasta aflið þitt. Í því samhengi vil ég mæla með bókinni „Einskonar töfrar“ eftir Pál Erlendsson. Sú bók mun hjálpa þér meira en þú veist í þessari baráttu. Allir krabbameinssjúklingar eru hetjur fyrir mér og ég vona að þessi grein hafi þjónað einhverjum tilgangi. Ég held allavega að hún hafi gert það fyrir mig með ákveðinni lokun. Aldrei missa vonina. Þú ert sönn hetja. Höfundur er eilífðarstúdent.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun