Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir og Trausti Haraldsson skrifa 18. september 2024 10:00 Þekking og meðvitund almennings ásamt vitundarvakningu yngri kynslóða á umhverfismálum hefur leitt til normskipta í heiminum í tengslum við hvað telst mikilvægt í starfsemi fyrirtækja. Efnahagslegir þættir skipta áfram miklu máli er varðar hagsæld og lífsgæði en viðhorf og áherslur neytenda eru að breytast og kjósa þau í frekari mæli að eiga viðskipti við ekki einungis efnahagslega ábyrg fyrirtæki, heldur einnig fyrirtæki sem eru ábyrg gagnvart áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærniáherslur í starfsemi fyrirtækja hafa í auknum mæli mótandi áhrif á viðhorf og álit neytenda til fyrirtækja (Harvard Business Review, 18. sep. 2023) og eru neytendur einnig mun líklegri til að beina viðskiptum til samfélagslega ábyrgra fyrirtækja (NielsenIQ, McKinsey research, 6. feb. 2023). Hagaðilar og neytendur, einkum yngri kynslóðir, meta fyrirtæki út frá áhrifum þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi. Rannsóknir benda til þess að yngri kynslóðir stýri viðskiptum sínum í átt að ábyrgari fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni í sinni starfsemi. Stýring sjálfbærniþátta í starfsemi fyrirtækja minnkar líkur á orðsporsáhættu en laskað orðspor getur valdið tilheyrandi kostnaði og tjóni. Fjárfestar og lánardrottnar meta jafnframt fyrirtæki í auknum mæli út frá áhættum í tengslum við sjálfbærni og hvernig þau takast á við þær áhættur í sinni áhættustýringu. Fyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbærnimál eru jafnframt líklegri til að laða til sín hæfasta starfsfólkið og auka þannig framleiðni. Ef við skoðum viðhorf stjórnenda á Íslandi þá kemur í ljós að um 75% íslenskra stjórnenda segja það mikilvægt að fyrirtæki innleiði og vinni eftir sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð (skv. stjórnendakönnun Prósents árið 2023). Helsti ávinningurinn sem íslenskir stjórnendur sjá við að innleiða sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð hjá sínu fyrirtæki er að efla ímynd fyrirtækisins á meðal almennings, auka tryggð núverandi viðskiptavina, lækka rekstrarkostnað til lengri tíma, hafa meiri möguleika á að ná í gott starfsfólk, auka sölu, bæta fjárhagsafkomu og fá greiðari aðgang að fjármagni. Gagnsæi, samanburður og traust Traust til fyrirtækja byggist á gagnsæi og miðlun upplýsinga frá starfsemi fyrirtækja; upplýsinga sem segja til um áhrif og snertifleti reksturs fyrirtækja á efnahag, umhverfi og samfélag. Markmiðið með nýrri evrópskri löggjöf er varðar sjálfbærniupplýsingagjöf (CSRD) sem hefur verið innleidd á Íslandi er að auka gagnsæi, skapa vettvang fyrir samanburð mælinga og miðla lykilupplýsingum er varðar stefnu og stjórnarhætti fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Flest stór fyrirtæki gefa út sjálfbærniskýrslur árlega þar sem niðurstöður meginmælikvarða eru birtar ásamt sjálfbærniaðgerðum og sjálfbærniáherslum fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem ná að koma sjálfbærniáherslum sínum á framfæri á einfaldan, skýran og heiðarlegan hátt og tengja þær markvisst við ímynd sína og vörumerki eru líklegri til að styrkja stöðu sína á markaði. Það er ráðlegt að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á ímynd vörumerkja enda breytast þeir í takt við þróun samfélaga. Tilvik eða atvik sem þóttu í lagi fyrir áratug síðan geta þótt skaðleg í dag. Mikilvægi siðferðis, stjórnarhátta, umhverfisverndar o.s.frv. í mati neytenda á ímynd vörumerkis er meiri í dag en fyrir áratug síðan. Miðlun upplýsinga Stöðug miðlun upplýsinga er lykilatriði til að styrkja jákvæða ímynd og traust til fyrirtækja. Fyrirtæki sem vilja byggja upp traust þurfa að leggja áherslu á málefni er tengjast sjálfbærni, s.s. að tryggja ábyrga framleiðslu, ábyrga aðfangakeðju, sinna umhverfisvernd og taka þátt í samfélagsverkefnum sem styðja við verðmætasköpun og bætt lífskjör. Upplýsingagjöf og samskipti fyrirtækja við hagaðila skipta sköpum til að koma á framfæri stefnu, áherslum og markmiðum fyrirtækis. Fyrir hvað stendur fyrirtækið og hvaða skilaboð þurfa að berast markaðnum, viðskiptavinum, hagsmunaaðilum og almenningi. Skýr upplýsingastefna sem tekur bæði á ytri og innri samskiptum fyrirtækis tryggir betur jákvæða uppbyggingu vörumerkis. Hvers vegna skipta svona mælingar máli? Sjálfbærnimælikvarða er að finna víða erlendis, svo sem Kantar Sustainability Index, Sustainability Brand Index, Global Sustainability Index og Open Sustainability Index. Þessir mælikvarðar eiga það sammerkt að mæla hug neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Þessar mælingar hafa fest sig í sessi enda gefa þær vísbendingar um hvernig fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærnimálum í hugum neytenda og segja mikið til um val þeirra á vöru og þjónustu. Hér heima er Sjálfbærniásinn nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum. Samkvæmt niðurstöðum Prósents þá segja 63% þjóðarinnar að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum, 20% segja að það hafi hvorki mikil né lítil áhrif og 17% segja það hafi mjög eða frekar lítil áhrif. Ef aldurshópurinn 18-24 ára er skoðaður þá mælist hlutfall þeirra sem segja að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif 76%. Mynd: Hversu mikil eða lítil áhrif hefur það á viðhorf þitt gagnvart fyrirtæki að það leggi áherslu á sjálfbærni (þ.e. að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið)? Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Stuðst er við módelið The Qualtrics ESG solution sem mælir þá fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir fjórir þættir eru plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance). Þessir málaflokkar endurspegla helstu málaflokka alþjóðlegra sjálfbærnistaðla líkt og Global Reporting Initiative (GRI) og nýjan sjálfbærnistaðal Evrópusambandsins, European Sustainability Reporting Standards (ESRS). Niðurstaða mælinga Sjálfbærniássins Mælingar eins og Sjálfbærniásinn eru mikilvægar vegna þess að þær veita fyrirtækjum innsýn í viðhorf almennings og hvernig þau eru skynjuð út frá sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sem leggja áherslu á gagnsæi, áreiðanleika og virka þátttöku í samfélagsverkefnum eiga meiri möguleika á að byggja upp traust og jákvæða ímynd. Þetta traust er ekki aðeins byggt á staðreyndum heldur á því hvernig fyrirtækin sýna samfélagslega ábyrgð í verki, tala til samfélagsins og sýna að þau séu í sama liði. Efnahagsleg frammistaða fyrirtækja skiptir sannarlega miklu máli en krafa neytenda til aukinnar sjálfbærni fyrirtækja og stofnana hefur að gera með samkeppnishæfni þeirra til lengri tíma litið. Þau fyrirtæki sem standa sig ekki vel á þessu sviði munu að öllum líkindum sitja eftir. Soffía er framkvæmdastjóri Langbrókar ráðgjafar og Trausti framkvæmdastjóri Prósents. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þekking og meðvitund almennings ásamt vitundarvakningu yngri kynslóða á umhverfismálum hefur leitt til normskipta í heiminum í tengslum við hvað telst mikilvægt í starfsemi fyrirtækja. Efnahagslegir þættir skipta áfram miklu máli er varðar hagsæld og lífsgæði en viðhorf og áherslur neytenda eru að breytast og kjósa þau í frekari mæli að eiga viðskipti við ekki einungis efnahagslega ábyrg fyrirtæki, heldur einnig fyrirtæki sem eru ábyrg gagnvart áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærniáherslur í starfsemi fyrirtækja hafa í auknum mæli mótandi áhrif á viðhorf og álit neytenda til fyrirtækja (Harvard Business Review, 18. sep. 2023) og eru neytendur einnig mun líklegri til að beina viðskiptum til samfélagslega ábyrgra fyrirtækja (NielsenIQ, McKinsey research, 6. feb. 2023). Hagaðilar og neytendur, einkum yngri kynslóðir, meta fyrirtæki út frá áhrifum þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi. Rannsóknir benda til þess að yngri kynslóðir stýri viðskiptum sínum í átt að ábyrgari fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni í sinni starfsemi. Stýring sjálfbærniþátta í starfsemi fyrirtækja minnkar líkur á orðsporsáhættu en laskað orðspor getur valdið tilheyrandi kostnaði og tjóni. Fjárfestar og lánardrottnar meta jafnframt fyrirtæki í auknum mæli út frá áhættum í tengslum við sjálfbærni og hvernig þau takast á við þær áhættur í sinni áhættustýringu. Fyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbærnimál eru jafnframt líklegri til að laða til sín hæfasta starfsfólkið og auka þannig framleiðni. Ef við skoðum viðhorf stjórnenda á Íslandi þá kemur í ljós að um 75% íslenskra stjórnenda segja það mikilvægt að fyrirtæki innleiði og vinni eftir sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð (skv. stjórnendakönnun Prósents árið 2023). Helsti ávinningurinn sem íslenskir stjórnendur sjá við að innleiða sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð hjá sínu fyrirtæki er að efla ímynd fyrirtækisins á meðal almennings, auka tryggð núverandi viðskiptavina, lækka rekstrarkostnað til lengri tíma, hafa meiri möguleika á að ná í gott starfsfólk, auka sölu, bæta fjárhagsafkomu og fá greiðari aðgang að fjármagni. Gagnsæi, samanburður og traust Traust til fyrirtækja byggist á gagnsæi og miðlun upplýsinga frá starfsemi fyrirtækja; upplýsinga sem segja til um áhrif og snertifleti reksturs fyrirtækja á efnahag, umhverfi og samfélag. Markmiðið með nýrri evrópskri löggjöf er varðar sjálfbærniupplýsingagjöf (CSRD) sem hefur verið innleidd á Íslandi er að auka gagnsæi, skapa vettvang fyrir samanburð mælinga og miðla lykilupplýsingum er varðar stefnu og stjórnarhætti fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Flest stór fyrirtæki gefa út sjálfbærniskýrslur árlega þar sem niðurstöður meginmælikvarða eru birtar ásamt sjálfbærniaðgerðum og sjálfbærniáherslum fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem ná að koma sjálfbærniáherslum sínum á framfæri á einfaldan, skýran og heiðarlegan hátt og tengja þær markvisst við ímynd sína og vörumerki eru líklegri til að styrkja stöðu sína á markaði. Það er ráðlegt að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á ímynd vörumerkja enda breytast þeir í takt við þróun samfélaga. Tilvik eða atvik sem þóttu í lagi fyrir áratug síðan geta þótt skaðleg í dag. Mikilvægi siðferðis, stjórnarhátta, umhverfisverndar o.s.frv. í mati neytenda á ímynd vörumerkis er meiri í dag en fyrir áratug síðan. Miðlun upplýsinga Stöðug miðlun upplýsinga er lykilatriði til að styrkja jákvæða ímynd og traust til fyrirtækja. Fyrirtæki sem vilja byggja upp traust þurfa að leggja áherslu á málefni er tengjast sjálfbærni, s.s. að tryggja ábyrga framleiðslu, ábyrga aðfangakeðju, sinna umhverfisvernd og taka þátt í samfélagsverkefnum sem styðja við verðmætasköpun og bætt lífskjör. Upplýsingagjöf og samskipti fyrirtækja við hagaðila skipta sköpum til að koma á framfæri stefnu, áherslum og markmiðum fyrirtækis. Fyrir hvað stendur fyrirtækið og hvaða skilaboð þurfa að berast markaðnum, viðskiptavinum, hagsmunaaðilum og almenningi. Skýr upplýsingastefna sem tekur bæði á ytri og innri samskiptum fyrirtækis tryggir betur jákvæða uppbyggingu vörumerkis. Hvers vegna skipta svona mælingar máli? Sjálfbærnimælikvarða er að finna víða erlendis, svo sem Kantar Sustainability Index, Sustainability Brand Index, Global Sustainability Index og Open Sustainability Index. Þessir mælikvarðar eiga það sammerkt að mæla hug neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Þessar mælingar hafa fest sig í sessi enda gefa þær vísbendingar um hvernig fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærnimálum í hugum neytenda og segja mikið til um val þeirra á vöru og þjónustu. Hér heima er Sjálfbærniásinn nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum. Samkvæmt niðurstöðum Prósents þá segja 63% þjóðarinnar að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum, 20% segja að það hafi hvorki mikil né lítil áhrif og 17% segja það hafi mjög eða frekar lítil áhrif. Ef aldurshópurinn 18-24 ára er skoðaður þá mælist hlutfall þeirra sem segja að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif 76%. Mynd: Hversu mikil eða lítil áhrif hefur það á viðhorf þitt gagnvart fyrirtæki að það leggi áherslu á sjálfbærni (þ.e. að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið)? Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Stuðst er við módelið The Qualtrics ESG solution sem mælir þá fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir fjórir þættir eru plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance). Þessir málaflokkar endurspegla helstu málaflokka alþjóðlegra sjálfbærnistaðla líkt og Global Reporting Initiative (GRI) og nýjan sjálfbærnistaðal Evrópusambandsins, European Sustainability Reporting Standards (ESRS). Niðurstaða mælinga Sjálfbærniássins Mælingar eins og Sjálfbærniásinn eru mikilvægar vegna þess að þær veita fyrirtækjum innsýn í viðhorf almennings og hvernig þau eru skynjuð út frá sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sem leggja áherslu á gagnsæi, áreiðanleika og virka þátttöku í samfélagsverkefnum eiga meiri möguleika á að byggja upp traust og jákvæða ímynd. Þetta traust er ekki aðeins byggt á staðreyndum heldur á því hvernig fyrirtækin sýna samfélagslega ábyrgð í verki, tala til samfélagsins og sýna að þau séu í sama liði. Efnahagsleg frammistaða fyrirtækja skiptir sannarlega miklu máli en krafa neytenda til aukinnar sjálfbærni fyrirtækja og stofnana hefur að gera með samkeppnishæfni þeirra til lengri tíma litið. Þau fyrirtæki sem standa sig ekki vel á þessu sviði munu að öllum líkindum sitja eftir. Soffía er framkvæmdastjóri Langbrókar ráðgjafar og Trausti framkvæmdastjóri Prósents.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun