Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 17. september 2024 14:01 Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun