Hatar þú heiðlóur? Ragnhildur Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 10:32 Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru. Því er við hæfi að rita fáein orð um fjölbreytta náttúru Íslands og mikilvægi hennar sem undirstöðu fyrir samfélag okkar sem byggjum landið. Vegna sérstæðs samspils elds og íss, fjarlægðar frá meginlöndum, stutts tíma frá ísaldarlokum og hnattrænnar legu landsins er hér að finna tiltölulega ung vistkerfi sem eru í örri þróun og hafa mikla þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. Hér hafa þróast kerfi fárra tegunda þar sem samkeppni er lítil í samanburði við meginlöndin í kring, og hafa lífverurnar sem hingað hafa komist haft tækifæri til að þróast á einstakan hátt í einangrun frá meginlandsstofnunum. Eftir að mannskepnan nam hér land hefur hún sett sitt mark á lífríkið með nýtingu landsins og vegna búfjárbeitar eru því mó- og graslendisvistkerfi víða ráðandi út um landið. Í Evrópu, og reyndar á heimsvísu, eru þessi vistkerfi á undanhaldi vegna breyttra búskaparhátta, loftslagsbreytinga og ágengra framandi tegunda svo fátt eitt sé nefnt og eru komin á skrá yfir vistkerfi í hættu. Skógar vaxa hratt upp á þessum svæðum og menningarlandslagið tapast. Margar lífverutegundir reiða sig á mó- og graslendisvistkerfi og má þar nefna fjölmargar mófuglategundir sem koma til Íslands á vorin til að verpa t.d. heiðlóa, spói, lóuþræll ofl., eða hafa hér viðkomu á leið sinni til varpstöðva enn norðar, t.d. rauðbrystingur. Margar af þessum tegundum eru svokallaðar ábyrgðartegundir Íslands en það þýðir að stór hluti af Evrópustofni og jafnvel heimsstofni viðkomandi tegundar reiðir sig á Ísland til vaxtar og viðhalds. Við berum því ábyrgð á að rýra ekki eða breyta þeim vistkerfum sem eru nauðsynleg þessum lífverum. Í því felst að fara ekki óvarlega með ágengar og framandi tegundir eins og lúpínu og taka alvarlega vísbendingar um ágengni líkt og stafafura hefur sýnt hérlendis og erlendis. Vert er að nefna að á heimsvísu hafa ágengar framandi tegundir verið skilgreindar sem ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni. Í vikunni sem leið var ég minnt á eitt af dramatískari dæmum sögunnar um hvernig farið getur fyrir vistkerfum ef ekki er varlega farið. „Mamma, getur þú sagt mér frá Aralvatni?“ Spurningin barst úr eldhúskróknum þar sem einn af unglingum heimilisins var að gera heimaverkefni í landafræði. „Aralvatn“ umlaði ég, „einmitt, það var nú eitt vistfræðilegt stórslysið“. Hugurinn reikaði til utanbókalærdóms tíunda áratugarins: Kasakstan, höfuðborgin Alma-Ata, íbúafjöldi 16,9 milljónir. Eiginmaðurinn bætir við: „Slys? Er hægt að kalla þetta slys þegar um einbeittan brotavilja er að ræða? Er þetta ekki manngerður harmleikur?“. „Góður punktur“, bætti ég við, „best að Googla þetta aðeins og skoða stöðuna í dag“. Myndirnar úr landafræðibók tíunda áratugarins rifjuðust upp þar sem skip stóðu á þurru landi þar sem áður hafði verið blómlegt vatnavistkerfi og ég datt í lestur á meðan kvöldmaturinn mallaði á eldavélinni. Aralvatn var eitt sinn fjórða stærsta vatn heims og var á landamærum Kasakstan og Úsbekistan. Nú er það einungis um 10% af fyrri stærð, og finna má stórar saltsléttur með miklu af uppsöfnuðum áburðarleifum og skordýraeitri sem bárust í vatnið með ánum Syr og Amu Darya frá landbúnaðarhéruðum Sovétríkjanna. Þegar þær voru virkjaðar og vatninu veitt í burtu á baðmullar- og hrísgrjónaakra þornaði Aralvatn smám saman upp. Lífríkið hrundi, margar af einlendum tegundum og stofnum fiska dóu út, t.d. Aralurriðinn og sléttstyrjan, sem og fleiri dýrahópar. Að auki varð það litla vatn sem eftir var mikið saltara en það hafði verið áður vegna minnkaðs innflæðis ferskvatns úr áðurnefndum ám. Í kjölfar þess tóku yfirvöld upp á því að flytja lífverur í vatnið, t.d. Eystrasalts síld, til að hressa uppá fiskveiðarnar en ekki vildi betur til en svo að lífþyngd dýrasvifs hrundi við þær aðgerðir. Áður voru engir svifætufiskar í vatninu og dýrasvifið var því ekki búið undir afrán. Áður en yfir lauk lögðust fiskveiðar nánast alveg af en höfðu áður verið máttarstólpi atvinnulífs á svæðinu, með tilheyrandi félagslegum áhrifum. Að auki hafa bæst við meiriháttar umhverfisáskoranir fyrir íbúa svæðisins en meira en 75 milljónir tonna af menguðu botnseti fjúka árlega frá því svæði sem Aralvatn þakti áður með gríðarlegum heilsufarslegum vandamálum fyrir íbúana. Það má segja að Aralvatn sé skólabókardæmi um mikilvægi þess að beita vistkerfisnálgun í umgengni við náttúruna en það þýðir að taka þarf tillit til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og gæta þess að nýting sé sjálfbær og sanngjörn fyrir alla hagaðila. Dæmið um Aralvatn er öfgakennt dæmi um vanvirðingu okkar og drottnunargirni gagnvart náttúrunni. Sú trú að við getum stýrt atburðarrásinni og ráðið alfarið útkomunni á tilraunastarfsemi þar sem tegundir eru fluttar á milli svæða og vistkerfum breytt lýsir mikilli vanþekkingu og hróplegri vanvirðingu við þá flóknu ferla sem liggja til grundvallar virkni vistkerfanna. Sú nálgun að við getum með einföldu inngripi lagað ástand vistkerfa og látið þau vinna okkur í hag hefur gert það að verkum að við stöndum frammi fyrir hruni líffræðilegrar fjölbreytni hnattrænt; ástand sem þýðir að við erum að tapa getu kerfanna og lífveranna til að bregðast við óvæntum breytingum. Fjölbreytni felur í sér valkosti og án hennar er ekki valkostum til að dreifa. Það er því ekki lítið í húfi við verndum líffræðilegrar fjölbreytni því þegar hún hefur tapast kemur hún aldrei aftur. Þó að með nútíma erfðatækni sé hægt að endurvekja útdauðar lífverur þá er erfðamengið svo takmarkað miðað við það sem finnst í stórum og heilbrigðum stofnum að nánast er um brandara að ræða en ekki raunhæfan möguleika. Það hlýtur alltaf að vera fyrsta val að vernda það sem við höfum og það sem mótar sérstöðu náttúrunnar í nútímanum. Íslensk mólendi hafa verið í umræðunni nýlega vegna áforma um skógrækt og dylst engum að slíkt myndi hafa í för með sér kollvörpun á vistkerfinu. Sitt sýnist hverjum en vert er að hafa í huga að mólendi er ríkt af líffræðilegri fjölbreytni, fjöldinn allur af fuglum reiðir sig á þetta opna land til varps. Þar þrífst einnig fjölbreytt flóra lággróðurs sem er einkennandi fyrir Ísland. Við tínum bláber, aðalbláber og njótum útsýnisins. Stöndum í móanum og öndum að okkur gróðurlyktinni, hlustum á spóann vella eða dirrindí heiðlóunnar. Mólendi er menningarlandslag og það er ekkert ómerkilegt við það. Okkur ber að vernda þessa sérstöðu Íslands og það á ekki að vera sjálfgefið að móa sé breytt í skóg í nafni loftslagsaðgerða. Ábyrg ákvarðanataka, byggð á vísindalegum grunni er grundvallarforsenda þess að við getum lifað í sátt við náttúruna. Þegar vistkerfi eru eyðilögð tapa margar lífverur sínum kjör heimkynnum og í mörgum tilfellum kemur aðlögun að nýjum veruleika ekki til greina. Fiskur aðlagast ekki lífi í salteyðimörk og heiðlóur verpa ekki í lúpínubreiður eða í eða við skóga. Því berum við mikla ábyrgð þegar kemur að umgengni okkar við náttúruna. Látum ekki íslenska mólendið eða önnur vistkerfi sem einkenna Ísland með öllum sínum ábyrgðartegundum verða næsta vistfræðilega stórslys og manngerða harmleik. Leyfum heiðlóunni að lifa og pössum uppá búsvæði hennar. Höfundur er líffræðingur og starfar sem settur forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru. Því er við hæfi að rita fáein orð um fjölbreytta náttúru Íslands og mikilvægi hennar sem undirstöðu fyrir samfélag okkar sem byggjum landið. Vegna sérstæðs samspils elds og íss, fjarlægðar frá meginlöndum, stutts tíma frá ísaldarlokum og hnattrænnar legu landsins er hér að finna tiltölulega ung vistkerfi sem eru í örri þróun og hafa mikla þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. Hér hafa þróast kerfi fárra tegunda þar sem samkeppni er lítil í samanburði við meginlöndin í kring, og hafa lífverurnar sem hingað hafa komist haft tækifæri til að þróast á einstakan hátt í einangrun frá meginlandsstofnunum. Eftir að mannskepnan nam hér land hefur hún sett sitt mark á lífríkið með nýtingu landsins og vegna búfjárbeitar eru því mó- og graslendisvistkerfi víða ráðandi út um landið. Í Evrópu, og reyndar á heimsvísu, eru þessi vistkerfi á undanhaldi vegna breyttra búskaparhátta, loftslagsbreytinga og ágengra framandi tegunda svo fátt eitt sé nefnt og eru komin á skrá yfir vistkerfi í hættu. Skógar vaxa hratt upp á þessum svæðum og menningarlandslagið tapast. Margar lífverutegundir reiða sig á mó- og graslendisvistkerfi og má þar nefna fjölmargar mófuglategundir sem koma til Íslands á vorin til að verpa t.d. heiðlóa, spói, lóuþræll ofl., eða hafa hér viðkomu á leið sinni til varpstöðva enn norðar, t.d. rauðbrystingur. Margar af þessum tegundum eru svokallaðar ábyrgðartegundir Íslands en það þýðir að stór hluti af Evrópustofni og jafnvel heimsstofni viðkomandi tegundar reiðir sig á Ísland til vaxtar og viðhalds. Við berum því ábyrgð á að rýra ekki eða breyta þeim vistkerfum sem eru nauðsynleg þessum lífverum. Í því felst að fara ekki óvarlega með ágengar og framandi tegundir eins og lúpínu og taka alvarlega vísbendingar um ágengni líkt og stafafura hefur sýnt hérlendis og erlendis. Vert er að nefna að á heimsvísu hafa ágengar framandi tegundir verið skilgreindar sem ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni. Í vikunni sem leið var ég minnt á eitt af dramatískari dæmum sögunnar um hvernig farið getur fyrir vistkerfum ef ekki er varlega farið. „Mamma, getur þú sagt mér frá Aralvatni?“ Spurningin barst úr eldhúskróknum þar sem einn af unglingum heimilisins var að gera heimaverkefni í landafræði. „Aralvatn“ umlaði ég, „einmitt, það var nú eitt vistfræðilegt stórslysið“. Hugurinn reikaði til utanbókalærdóms tíunda áratugarins: Kasakstan, höfuðborgin Alma-Ata, íbúafjöldi 16,9 milljónir. Eiginmaðurinn bætir við: „Slys? Er hægt að kalla þetta slys þegar um einbeittan brotavilja er að ræða? Er þetta ekki manngerður harmleikur?“. „Góður punktur“, bætti ég við, „best að Googla þetta aðeins og skoða stöðuna í dag“. Myndirnar úr landafræðibók tíunda áratugarins rifjuðust upp þar sem skip stóðu á þurru landi þar sem áður hafði verið blómlegt vatnavistkerfi og ég datt í lestur á meðan kvöldmaturinn mallaði á eldavélinni. Aralvatn var eitt sinn fjórða stærsta vatn heims og var á landamærum Kasakstan og Úsbekistan. Nú er það einungis um 10% af fyrri stærð, og finna má stórar saltsléttur með miklu af uppsöfnuðum áburðarleifum og skordýraeitri sem bárust í vatnið með ánum Syr og Amu Darya frá landbúnaðarhéruðum Sovétríkjanna. Þegar þær voru virkjaðar og vatninu veitt í burtu á baðmullar- og hrísgrjónaakra þornaði Aralvatn smám saman upp. Lífríkið hrundi, margar af einlendum tegundum og stofnum fiska dóu út, t.d. Aralurriðinn og sléttstyrjan, sem og fleiri dýrahópar. Að auki varð það litla vatn sem eftir var mikið saltara en það hafði verið áður vegna minnkaðs innflæðis ferskvatns úr áðurnefndum ám. Í kjölfar þess tóku yfirvöld upp á því að flytja lífverur í vatnið, t.d. Eystrasalts síld, til að hressa uppá fiskveiðarnar en ekki vildi betur til en svo að lífþyngd dýrasvifs hrundi við þær aðgerðir. Áður voru engir svifætufiskar í vatninu og dýrasvifið var því ekki búið undir afrán. Áður en yfir lauk lögðust fiskveiðar nánast alveg af en höfðu áður verið máttarstólpi atvinnulífs á svæðinu, með tilheyrandi félagslegum áhrifum. Að auki hafa bæst við meiriháttar umhverfisáskoranir fyrir íbúa svæðisins en meira en 75 milljónir tonna af menguðu botnseti fjúka árlega frá því svæði sem Aralvatn þakti áður með gríðarlegum heilsufarslegum vandamálum fyrir íbúana. Það má segja að Aralvatn sé skólabókardæmi um mikilvægi þess að beita vistkerfisnálgun í umgengni við náttúruna en það þýðir að taka þarf tillit til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og gæta þess að nýting sé sjálfbær og sanngjörn fyrir alla hagaðila. Dæmið um Aralvatn er öfgakennt dæmi um vanvirðingu okkar og drottnunargirni gagnvart náttúrunni. Sú trú að við getum stýrt atburðarrásinni og ráðið alfarið útkomunni á tilraunastarfsemi þar sem tegundir eru fluttar á milli svæða og vistkerfum breytt lýsir mikilli vanþekkingu og hróplegri vanvirðingu við þá flóknu ferla sem liggja til grundvallar virkni vistkerfanna. Sú nálgun að við getum með einföldu inngripi lagað ástand vistkerfa og látið þau vinna okkur í hag hefur gert það að verkum að við stöndum frammi fyrir hruni líffræðilegrar fjölbreytni hnattrænt; ástand sem þýðir að við erum að tapa getu kerfanna og lífveranna til að bregðast við óvæntum breytingum. Fjölbreytni felur í sér valkosti og án hennar er ekki valkostum til að dreifa. Það er því ekki lítið í húfi við verndum líffræðilegrar fjölbreytni því þegar hún hefur tapast kemur hún aldrei aftur. Þó að með nútíma erfðatækni sé hægt að endurvekja útdauðar lífverur þá er erfðamengið svo takmarkað miðað við það sem finnst í stórum og heilbrigðum stofnum að nánast er um brandara að ræða en ekki raunhæfan möguleika. Það hlýtur alltaf að vera fyrsta val að vernda það sem við höfum og það sem mótar sérstöðu náttúrunnar í nútímanum. Íslensk mólendi hafa verið í umræðunni nýlega vegna áforma um skógrækt og dylst engum að slíkt myndi hafa í för með sér kollvörpun á vistkerfinu. Sitt sýnist hverjum en vert er að hafa í huga að mólendi er ríkt af líffræðilegri fjölbreytni, fjöldinn allur af fuglum reiðir sig á þetta opna land til varps. Þar þrífst einnig fjölbreytt flóra lággróðurs sem er einkennandi fyrir Ísland. Við tínum bláber, aðalbláber og njótum útsýnisins. Stöndum í móanum og öndum að okkur gróðurlyktinni, hlustum á spóann vella eða dirrindí heiðlóunnar. Mólendi er menningarlandslag og það er ekkert ómerkilegt við það. Okkur ber að vernda þessa sérstöðu Íslands og það á ekki að vera sjálfgefið að móa sé breytt í skóg í nafni loftslagsaðgerða. Ábyrg ákvarðanataka, byggð á vísindalegum grunni er grundvallarforsenda þess að við getum lifað í sátt við náttúruna. Þegar vistkerfi eru eyðilögð tapa margar lífverur sínum kjör heimkynnum og í mörgum tilfellum kemur aðlögun að nýjum veruleika ekki til greina. Fiskur aðlagast ekki lífi í salteyðimörk og heiðlóur verpa ekki í lúpínubreiður eða í eða við skóga. Því berum við mikla ábyrgð þegar kemur að umgengni okkar við náttúruna. Látum ekki íslenska mólendið eða önnur vistkerfi sem einkenna Ísland með öllum sínum ábyrgðartegundum verða næsta vistfræðilega stórslys og manngerða harmleik. Leyfum heiðlóunni að lifa og pössum uppá búsvæði hennar. Höfundur er líffræðingur og starfar sem settur forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun