Erlent

Vaktin: Rann­sakað sem bana­til­ræði gegn Trump

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er heill á húfi. 
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er heill á húfi.  getty

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. 

Greint var frá því í kvöld að byssuskotum hafi verið hleypt af við golfvöll Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Flórída í kvöld. Hann er nú í öruggum höndum og segist í yfirlýsingu aldrei ætla sér að gefast upp. 

Í fyrstu tilkynningu sagði að öryggisverðir hafi orðið varir við byssuskot í nálægð við Trump. Hann sé heill á húfi en ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Svo virðist sem að bakpoki og byssa hins grunaða hafi fundist við girðingu golfvallarins.ap
Af vettvangi. Lögregla lokaði öllum leiðum í átt að golfklúbbnum fljótlega eftir að fregnir bárust af skotárásinni.ap

Atvikið í kvöld á sér stað einungis tveimur mánuðum eftir að Trump varð fyrir skotárás á kosningafundi í Pennsylvaníu. 

Fylgst er með öllum nýjustu upplýsingum, sem berast um skotárásina, í vaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×