Handbolti

Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyja­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Kristján átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði sjö mörk.
Kári Kristján átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði sjö mörk. vísir / hulda margrét

ÍBV lagði Stjörnuna með tveggja marka mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 33-31.

Það verður ekki sagt að góð markvarsla hafi verið lykillinn að sigri heimaliðsins en Petar Jokanovic varði aðeins sex skot í markinu. Sóknarlega voru heimamenn hins vegar í gír og lögðu margir sitt á vogarskálararnar.

Kári Kristján Kristjánsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði sjö mörk í aðeins sjö skotum. Þar á eftir komu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson með sex mörk hvor. Þá skoraði Gauti Gunnarsson fimm mörk.

Hjá Stjörnunni var Starri Friðriksson markahæstur með sjö mörk og Jóel Bernburg skoraði sex mörk. Adam Thorstensen varði átta skot í markinu.

ÍBV er með þrjú stig eftir að gera jafntefli við Val í 1. umferð á meðan Stjarnan er með tvö stig eftir að leggja HK í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×