„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:50 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira