Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar 12. september 2024 13:30 Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun