Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2024 11:34 Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn munu fara yfir kappræður næturinnar í beinni útsendingu. Vísir/Vilhelm Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02
Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53