Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 12:33 Kerem Akturkoglu í leiknum gegn Íslandi í gær. Vísir/Getty Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999. Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira