Íslenski boltinn

„Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA hituðu upp fyrir næstu umferð í Bestu deild kvenna.
Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA hituðu upp fyrir næstu umferð í Bestu deild kvenna. Stöð 2 Sport

Þær Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA voru gestir Bestu upphitunarinnar fyrir 2. umferð uppskiptrar deildar. Þær eru nýbúnar að mætast á vellinum fyrir þátt dagsins.

Þór/KA vann 1-0 sigur á FH í fyrsta leik eftir uppskiptingu deildarinnar í tvennt um síðustu helgi og hafði Ísfold því betur gegn Örnu. Arna lék áður með norðanliðinu á láni sumarið 2022 og yngri systir hennar, Bryndís Eiríksdóttir, er í dag leikmaður Þórs/KA.

Klippa: Besta upphitunin - 2. umferð úrslitakeppninnar

Meðal þess sem bar á varir voru Skógarböðin á Akureyri sem opnuðu 2022. Leikmenn Þórs/KA fá frítt í böðin en Arna segist líklega hafa haldið kyrru fyrir hefði slíkt verið í boði þegar hún var leikmaður liðsins.

„Ég hugsa að ég hefði ennþá verið í Þór/KA ef böðin hefðu verið komin þá. Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn,“ sagði Arna létt í þættinum við hlátur viðstaddra.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×