Það er ómögulegur andskoti að læra íslensku! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 5. september 2024 11:31 Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun