Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 11:02 Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stytting vinnuvikunnar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun