Veraldarleiðtogum ber að endurræsa alþjóðlega samvinnu António Guterres skrifar 4. september 2024 17:02 Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun