Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 09:33 Það er óhætt að segja að mikill áhugi sé á komu Victors Osimhen til Tyrklands. Getty/Islam Yakut Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda. Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda.
Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira