Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 00:19 Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina í kvöld eftir allsherjarverkfall fór fram í landinu í dag. EPA Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira