Gamaldags hlutverk foreldra Sæunn Kjartansdóttir skrifar 2. september 2024 11:30 Mörgum finnst gamaldags að foreldrar séu aðalumönnunaraðilar barna sinna og því er ég alveg sammála. Það er raunar ekki bara gamaldags heldur svo forneskjulegt að það nær aftur til frummannsins. Þegar hann sinnti afkvæmum sínum urðu til tilfinningabönd sem juku líkur á að börnin lifðu af og kæmust til manns. Þá eins og nú voru foreldrarnir langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna. Þó hvíldi ábyrgðin ekki eingöngu á þeirra herðum. Allir létu sig varða um annarra manna börn af þeirri einföldu ástæðu að hópurinn þarfnaðist nýrra krafta og endurnýjunar. Tilfinningabönd barna við fullorðna sem grundvallast á samkennd og væntumþykju veita börnum öryggi, næringu og örvun sem þau þarfnast til að þroskast og dafna. Þannig var það þá og þannig er það nú. Hvort sem við horfum 100 eða 200 000 ár aftur í tímann er engu saman að jafna í umgjörð samfélagsins en eitt hefur ekki breyst: Þörf barna fyrir umönnun. Þrátt fyrir langa þróun mannsins eru börn ennþá ósjálfbjarga í nokkur ár, fyrirhafnasöm og mjög truflandi. Ungbarn getur bókstaflega ekki neitt og tveggja ára barn er stjórnsamur óviti sem þarf stöðugt erftirlit og hjálp til að ráða við tilfinningar sínar. Á sama tíma geta foreldrar þurft aðstoð til að takast á við það tilfinningalega fárviðri sem fylgir umönnun barns. Ein manneskja eða tveir foreldrar eru ekki einfærir um að hugsa um barn. Þau þurfa samfélag. Og samfélagið er háð því að börn þroskist og verði burðugar manneskjur. Til að samræma gamaldags þarfir og nútímakröfur höfum við sammælst um að það sé tímaskekkja að foreldrar, og sérstaklega mæður, helgi sig barnauppeldi. Það komi sér betur að börnum sé sinnt af hópi ókunnugra. Í þessari breytingu höfum við misst sjónar á mikilvægum spurningum; Hverjir eru best til verksins fallnir á hverjum tíma? Hverjar eru þarfir barnsins og hverjar þarfir foreldranna? Sum ársgömul börn ráða vel við aðskilnað frá foreldrum og kynni við nýtt fólk en önnur eru viðkvæmari og þurfa lengri tíma með fáum útvöldum. Sumir foreldrar vilja vera lengi heima með barn á meðan aðrir vilja komast sem fyrst aftur í vinnu. Allir foreldrar sem eru heima þurfa tengsl við annað fullorðið fólk, trygga afkomu og sumir þurfa faglega aðstoð. Leikskólinn er mjög vel til þess fallinn að gegna hlutverki hóps sem styður við fjölskylduna en til þess þarf hann að vera örugg höfn fyrir börn en ekki hópur ókunnugra þar sem þau hitta einn starfsmann í dag og annan á morgun. Þá þarf að virða að þolmörk barna eru minni en fullorðinna. Það getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn að vera lengi innan um marga jafnaldra, fjarri foreldrum eða öðrum sem tengjast þeim tilfinningaböndum, og hvort tveggja getur haft áhrif á atgervi þeirra og heilsu. Sama hvað rannsóknir segja um ágæti þessa eða hins fyrirkomulags þá eru engin tvö börn eins og heldur engir tveir foreldrar eða tveir leikskólar. Þess vegna er til dæmis mjög gróft að fullyrða, eins og gert var í nýlegu Kastljósi, að best sé fyrir börn að komast á leikskóla tíu mánaða gömul. Þar er vitnað til rannsóknar sem skoðaði fyrst og fremst málþroska hjá börnum á leikskóla sem voru vel mannaðir fagfólki og með færri börn í hóp en við eigum að venjast. Jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Þar sem ung börn hafa enga getu til að berjast fyrir þörfum sínum eiga þau allt undir því að við sem samfélag tökum tillit til viðkvæmni þeirra og bjóðum upp á fjölbreyttar og barnsæmandi lausnir sem hæfa ólíkum fjölskyldum. Slíkar lausnir verða alltaf ófullkomnar en það er löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Kjartansdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum finnst gamaldags að foreldrar séu aðalumönnunaraðilar barna sinna og því er ég alveg sammála. Það er raunar ekki bara gamaldags heldur svo forneskjulegt að það nær aftur til frummannsins. Þegar hann sinnti afkvæmum sínum urðu til tilfinningabönd sem juku líkur á að börnin lifðu af og kæmust til manns. Þá eins og nú voru foreldrarnir langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna. Þó hvíldi ábyrgðin ekki eingöngu á þeirra herðum. Allir létu sig varða um annarra manna börn af þeirri einföldu ástæðu að hópurinn þarfnaðist nýrra krafta og endurnýjunar. Tilfinningabönd barna við fullorðna sem grundvallast á samkennd og væntumþykju veita börnum öryggi, næringu og örvun sem þau þarfnast til að þroskast og dafna. Þannig var það þá og þannig er það nú. Hvort sem við horfum 100 eða 200 000 ár aftur í tímann er engu saman að jafna í umgjörð samfélagsins en eitt hefur ekki breyst: Þörf barna fyrir umönnun. Þrátt fyrir langa þróun mannsins eru börn ennþá ósjálfbjarga í nokkur ár, fyrirhafnasöm og mjög truflandi. Ungbarn getur bókstaflega ekki neitt og tveggja ára barn er stjórnsamur óviti sem þarf stöðugt erftirlit og hjálp til að ráða við tilfinningar sínar. Á sama tíma geta foreldrar þurft aðstoð til að takast á við það tilfinningalega fárviðri sem fylgir umönnun barns. Ein manneskja eða tveir foreldrar eru ekki einfærir um að hugsa um barn. Þau þurfa samfélag. Og samfélagið er háð því að börn þroskist og verði burðugar manneskjur. Til að samræma gamaldags þarfir og nútímakröfur höfum við sammælst um að það sé tímaskekkja að foreldrar, og sérstaklega mæður, helgi sig barnauppeldi. Það komi sér betur að börnum sé sinnt af hópi ókunnugra. Í þessari breytingu höfum við misst sjónar á mikilvægum spurningum; Hverjir eru best til verksins fallnir á hverjum tíma? Hverjar eru þarfir barnsins og hverjar þarfir foreldranna? Sum ársgömul börn ráða vel við aðskilnað frá foreldrum og kynni við nýtt fólk en önnur eru viðkvæmari og þurfa lengri tíma með fáum útvöldum. Sumir foreldrar vilja vera lengi heima með barn á meðan aðrir vilja komast sem fyrst aftur í vinnu. Allir foreldrar sem eru heima þurfa tengsl við annað fullorðið fólk, trygga afkomu og sumir þurfa faglega aðstoð. Leikskólinn er mjög vel til þess fallinn að gegna hlutverki hóps sem styður við fjölskylduna en til þess þarf hann að vera örugg höfn fyrir börn en ekki hópur ókunnugra þar sem þau hitta einn starfsmann í dag og annan á morgun. Þá þarf að virða að þolmörk barna eru minni en fullorðinna. Það getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn að vera lengi innan um marga jafnaldra, fjarri foreldrum eða öðrum sem tengjast þeim tilfinningaböndum, og hvort tveggja getur haft áhrif á atgervi þeirra og heilsu. Sama hvað rannsóknir segja um ágæti þessa eða hins fyrirkomulags þá eru engin tvö börn eins og heldur engir tveir foreldrar eða tveir leikskólar. Þess vegna er til dæmis mjög gróft að fullyrða, eins og gert var í nýlegu Kastljósi, að best sé fyrir börn að komast á leikskóla tíu mánaða gömul. Þar er vitnað til rannsóknar sem skoðaði fyrst og fremst málþroska hjá börnum á leikskóla sem voru vel mannaðir fagfólki og með færri börn í hóp en við eigum að venjast. Jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Þar sem ung börn hafa enga getu til að berjast fyrir þörfum sínum eiga þau allt undir því að við sem samfélag tökum tillit til viðkvæmni þeirra og bjóðum upp á fjölbreyttar og barnsæmandi lausnir sem hæfa ólíkum fjölskyldum. Slíkar lausnir verða alltaf ófullkomnar en það er löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar