Gamaldags hlutverk foreldra Sæunn Kjartansdóttir skrifar 2. september 2024 11:30 Mörgum finnst gamaldags að foreldrar séu aðalumönnunaraðilar barna sinna og því er ég alveg sammála. Það er raunar ekki bara gamaldags heldur svo forneskjulegt að það nær aftur til frummannsins. Þegar hann sinnti afkvæmum sínum urðu til tilfinningabönd sem juku líkur á að börnin lifðu af og kæmust til manns. Þá eins og nú voru foreldrarnir langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna. Þó hvíldi ábyrgðin ekki eingöngu á þeirra herðum. Allir létu sig varða um annarra manna börn af þeirri einföldu ástæðu að hópurinn þarfnaðist nýrra krafta og endurnýjunar. Tilfinningabönd barna við fullorðna sem grundvallast á samkennd og væntumþykju veita börnum öryggi, næringu og örvun sem þau þarfnast til að þroskast og dafna. Þannig var það þá og þannig er það nú. Hvort sem við horfum 100 eða 200 000 ár aftur í tímann er engu saman að jafna í umgjörð samfélagsins en eitt hefur ekki breyst: Þörf barna fyrir umönnun. Þrátt fyrir langa þróun mannsins eru börn ennþá ósjálfbjarga í nokkur ár, fyrirhafnasöm og mjög truflandi. Ungbarn getur bókstaflega ekki neitt og tveggja ára barn er stjórnsamur óviti sem þarf stöðugt erftirlit og hjálp til að ráða við tilfinningar sínar. Á sama tíma geta foreldrar þurft aðstoð til að takast á við það tilfinningalega fárviðri sem fylgir umönnun barns. Ein manneskja eða tveir foreldrar eru ekki einfærir um að hugsa um barn. Þau þurfa samfélag. Og samfélagið er háð því að börn þroskist og verði burðugar manneskjur. Til að samræma gamaldags þarfir og nútímakröfur höfum við sammælst um að það sé tímaskekkja að foreldrar, og sérstaklega mæður, helgi sig barnauppeldi. Það komi sér betur að börnum sé sinnt af hópi ókunnugra. Í þessari breytingu höfum við misst sjónar á mikilvægum spurningum; Hverjir eru best til verksins fallnir á hverjum tíma? Hverjar eru þarfir barnsins og hverjar þarfir foreldranna? Sum ársgömul börn ráða vel við aðskilnað frá foreldrum og kynni við nýtt fólk en önnur eru viðkvæmari og þurfa lengri tíma með fáum útvöldum. Sumir foreldrar vilja vera lengi heima með barn á meðan aðrir vilja komast sem fyrst aftur í vinnu. Allir foreldrar sem eru heima þurfa tengsl við annað fullorðið fólk, trygga afkomu og sumir þurfa faglega aðstoð. Leikskólinn er mjög vel til þess fallinn að gegna hlutverki hóps sem styður við fjölskylduna en til þess þarf hann að vera örugg höfn fyrir börn en ekki hópur ókunnugra þar sem þau hitta einn starfsmann í dag og annan á morgun. Þá þarf að virða að þolmörk barna eru minni en fullorðinna. Það getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn að vera lengi innan um marga jafnaldra, fjarri foreldrum eða öðrum sem tengjast þeim tilfinningaböndum, og hvort tveggja getur haft áhrif á atgervi þeirra og heilsu. Sama hvað rannsóknir segja um ágæti þessa eða hins fyrirkomulags þá eru engin tvö börn eins og heldur engir tveir foreldrar eða tveir leikskólar. Þess vegna er til dæmis mjög gróft að fullyrða, eins og gert var í nýlegu Kastljósi, að best sé fyrir börn að komast á leikskóla tíu mánaða gömul. Þar er vitnað til rannsóknar sem skoðaði fyrst og fremst málþroska hjá börnum á leikskóla sem voru vel mannaðir fagfólki og með færri börn í hóp en við eigum að venjast. Jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Þar sem ung börn hafa enga getu til að berjast fyrir þörfum sínum eiga þau allt undir því að við sem samfélag tökum tillit til viðkvæmni þeirra og bjóðum upp á fjölbreyttar og barnsæmandi lausnir sem hæfa ólíkum fjölskyldum. Slíkar lausnir verða alltaf ófullkomnar en það er löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Kjartansdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum finnst gamaldags að foreldrar séu aðalumönnunaraðilar barna sinna og því er ég alveg sammála. Það er raunar ekki bara gamaldags heldur svo forneskjulegt að það nær aftur til frummannsins. Þegar hann sinnti afkvæmum sínum urðu til tilfinningabönd sem juku líkur á að börnin lifðu af og kæmust til manns. Þá eins og nú voru foreldrarnir langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna. Þó hvíldi ábyrgðin ekki eingöngu á þeirra herðum. Allir létu sig varða um annarra manna börn af þeirri einföldu ástæðu að hópurinn þarfnaðist nýrra krafta og endurnýjunar. Tilfinningabönd barna við fullorðna sem grundvallast á samkennd og væntumþykju veita börnum öryggi, næringu og örvun sem þau þarfnast til að þroskast og dafna. Þannig var það þá og þannig er það nú. Hvort sem við horfum 100 eða 200 000 ár aftur í tímann er engu saman að jafna í umgjörð samfélagsins en eitt hefur ekki breyst: Þörf barna fyrir umönnun. Þrátt fyrir langa þróun mannsins eru börn ennþá ósjálfbjarga í nokkur ár, fyrirhafnasöm og mjög truflandi. Ungbarn getur bókstaflega ekki neitt og tveggja ára barn er stjórnsamur óviti sem þarf stöðugt erftirlit og hjálp til að ráða við tilfinningar sínar. Á sama tíma geta foreldrar þurft aðstoð til að takast á við það tilfinningalega fárviðri sem fylgir umönnun barns. Ein manneskja eða tveir foreldrar eru ekki einfærir um að hugsa um barn. Þau þurfa samfélag. Og samfélagið er háð því að börn þroskist og verði burðugar manneskjur. Til að samræma gamaldags þarfir og nútímakröfur höfum við sammælst um að það sé tímaskekkja að foreldrar, og sérstaklega mæður, helgi sig barnauppeldi. Það komi sér betur að börnum sé sinnt af hópi ókunnugra. Í þessari breytingu höfum við misst sjónar á mikilvægum spurningum; Hverjir eru best til verksins fallnir á hverjum tíma? Hverjar eru þarfir barnsins og hverjar þarfir foreldranna? Sum ársgömul börn ráða vel við aðskilnað frá foreldrum og kynni við nýtt fólk en önnur eru viðkvæmari og þurfa lengri tíma með fáum útvöldum. Sumir foreldrar vilja vera lengi heima með barn á meðan aðrir vilja komast sem fyrst aftur í vinnu. Allir foreldrar sem eru heima þurfa tengsl við annað fullorðið fólk, trygga afkomu og sumir þurfa faglega aðstoð. Leikskólinn er mjög vel til þess fallinn að gegna hlutverki hóps sem styður við fjölskylduna en til þess þarf hann að vera örugg höfn fyrir börn en ekki hópur ókunnugra þar sem þau hitta einn starfsmann í dag og annan á morgun. Þá þarf að virða að þolmörk barna eru minni en fullorðinna. Það getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn að vera lengi innan um marga jafnaldra, fjarri foreldrum eða öðrum sem tengjast þeim tilfinningaböndum, og hvort tveggja getur haft áhrif á atgervi þeirra og heilsu. Sama hvað rannsóknir segja um ágæti þessa eða hins fyrirkomulags þá eru engin tvö börn eins og heldur engir tveir foreldrar eða tveir leikskólar. Þess vegna er til dæmis mjög gróft að fullyrða, eins og gert var í nýlegu Kastljósi, að best sé fyrir börn að komast á leikskóla tíu mánaða gömul. Þar er vitnað til rannsóknar sem skoðaði fyrst og fremst málþroska hjá börnum á leikskóla sem voru vel mannaðir fagfólki og með færri börn í hóp en við eigum að venjast. Jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Þar sem ung börn hafa enga getu til að berjast fyrir þörfum sínum eiga þau allt undir því að við sem samfélag tökum tillit til viðkvæmni þeirra og bjóðum upp á fjölbreyttar og barnsæmandi lausnir sem hæfa ólíkum fjölskyldum. Slíkar lausnir verða alltaf ófullkomnar en það er löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar