Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 06:31 Tugþúsundir komu saman í Tel Aviv í gær til að mótmæla Netanyahu og krefjast vopnahlés. Getty/Anadolu/Yair Palti Boðað hefur verið til umfangsmikilla verkfallsaðgerða í Ísrael í dag til að knýja fram vopnahlé við Hamas. Aðgerðir Histadrut, stærsta verkalýðsfélags Ísrael, hófust snemma í morgun og munu hafa víðtæk áhrif. Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira