Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. september 2024 20:33 Tugir þúsunda hafa komið saman til mótmæla víðsvegar um Ísrael í dag. Þessi mynd er frá mótmælum í Tel Aviv. Vísir/EPA Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira