Friðarsúlan skín skærar Skúli Helgason skrifar 31. ágúst 2024 09:31 Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Borgarstjórn Viðey Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun