Friðarsúlan skín skærar Skúli Helgason skrifar 31. ágúst 2024 09:31 Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Borgarstjórn Viðey Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun