Ó, $ vors lands Árni Björnsson skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Ríkisútvarpið hefur undanfarið birt efni sem tengist æskulýð og hersetu á Íslandi. Annarsvegar er um að ræða endurflutning á þáttaröðinni Hernámsæskan og hinsvegar efni frá Kviknyndasafni Íslands. Þetta rifjaði upp rúmlega sjö áratuga gamlan hrekk sem nokkrir menntaskólastrákar frömdu eina nótt í febrúar árið 1953 og Morgunblaðið túlkaði á sinn skáldlega hátt. Á baksíðu Morgunblaðsins 18. febrúar 1953 gat að líta þessa mynd af hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð, og hafði verið tjargað á tvo þeirra með mannhæðar stórum stöfum Ó, $ vors lands. Frétt Morgunblaðsins var orðrétt á þessa leið: ‚Þegar bjart var orðið af degi í gær, var því veitt efirtekt, að útsendarar hins fjarstýrða flokks á Þórsgötu 1 höfðu verið að verki upp hjá hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð. – Þar höfðu þeir káfað utan í þjóðsöng Íslendinga. Í SKJÓLI MYRKURS Það sem gerst hefur upp við geymana er, að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hér í bænum hafa skipað a.m.k. tveimur hinna auðsveipu vikapilta sinna að fara í skjóli næturinnar og myrkursins upp að geymunum og hafa meðferðis málningu sem skjótt þornar. Búið væri að ákveða að heppilegasti staðurinn til þessa óhæfuverks væru geymarnir tveir sem næstir eru Reykjanesbrautinni. Í ANDA STEFNUNNAR Þið eigið að svívirða þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar. sagt við hlaupadrengi sína. Þeir höfðu ekkert við slíkan verknað að athuga. Þetta var í anda hins alþjóðlega kommúnisma og því engin ástæða til að malda í móinn. Það er fyrsta ljóðlínan í þjóðsöngnum, sem kommúnistarnir svívirtu á þann hátt að krota þvert yfir geymana tvo með stórum stöfum: „Ó, $ (dollar) vors lands“!! VERÐUR AÐ SKAFAST BURTU Árdegis í gær var byrjað að hreinsa krotið af geymunum. Málning sú, er notuð hefur verið, virðist vera skipabotnsmálning og verður að skafa hana af með járnum og mun það taka 3-4 daga.Ekki nægir að mála yfir því að hinir svörtu stafir, sem eu nær mannhæðarháir, koma í gegn. Sýnt þykir, að notaðir hafa verið skaftháir kústar. VAKIÐ REIÐI OG FYRIRLITNINGU Athæfi þetta hefur vakið fádæma fyrirlitningu og reiði hér í bænum. Með þessu hafa kommúnistar enn sannað hverjar tilfinningar þeir bera í brjósti gagnvart því sem fólki er heilagt. Mönnum er enn í fersku minni er þeir snéru mynd Jóns forseta á Alþingi til veggjar. En „línan“ krefst slíkra aðgerða, og þá er hvaða svívirðing sem er, framkvæmd samstundis. Þetta athæfi sem kommúnistaflokkurinn hlýtur að bera ábyrgð á, er spegilmynd af þeirri starfsemi, sem flokknum er skipað að halda hér uppi og hinum mannskemmandi uppeldisáhrifum, sem hún hefur í för með sér. Lögreglan hefur fengið mál þetta til meðferðar.‘ VÍSIR Mynd af sama fyrirbæri birtist á baksíðu dagblaðsins Vísis seinna um daginn. Ljósmyndari P. Thomsen. Vísir lét sér hinsvegar nægja svohljóðandi myndartexta: ‚Þannig hafði þjóðsöngurinn verið óvirtur í fyrrinótt, og stafirnir hafðir svo stórir, að þeir gátu sést víða vega. Er nokkur í vafa um, hverjir hér hafa verið að verki?‘ Gamall glæpur upplýstur Þar sem mér er nokkuð vel kunnugt hvernig í þennan pott var búið og vænti þess að allar sakir séu fyrndar eftir rúm 70 ár ætla ég til gamans að rifja þennan gjörning upp. Hugmyndina að sprellinu átti Jökull Jakobsson seinna leikskáld. Við vorum þá saman í 6. bekk B í MR. Jökull gat verið nokkuð uppátækjasamur, og mátti stundum vara sig á að láta hann ekki teyma sig út í ógöngur. Í þetta sinn held ég að okkur hafi þótt tiltækið svo sniðugt að um fjórðungur bekkjarins var með í leiknum og allir bundnir þagnareiði. Tilefnið var að sjálfsögðu að bandarískt herlið hafði öðru sinni stigið á land fyrir hálfu öðru ári og dátar voru orðnir mjög sýnilegir á götum Reykjavíkur. Mörgum var meinilla við hersetuna og þurfti ekki kommúnista til. Flestum skýrt hugsandi mönnum var auk þess ljóst að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Vonir athafnamanna um arðbærar framkvæmdir á vegum hersins eins og verið hafði á stríðsárunum voru auðvitað helsti drifkrafturinn af Íslendinga hálfu. Það var líka merkingin í slagorði okkar: Ó, dollar vors lands. Jökull átti ekki aðeins hugmyndina, hann útvegaði líka tjöruna og kústinn og skrifaði stafina, enda bráðflinkur teiknari. Við hinir gerðum lítið annað bera eitthvað af efni og tækjum upp Öskjuhlíðina, en aðalverkefnið var að standa á verði ef einhver skyldi láta sjá sig á svæðinu þessa aðfaranótt þeiðjudags. Svo varð ekki. Vegna hinna skáldpólitísku skýringa Morgunblaðsins á tildrögum þessa gjörnings má geta þess að eini strákurinn í bekknum sem þá var félagsbundinn í Æskulýðsfylkingunni – sambandi ungra sósíalista, Ólafur Jens Pétursson síðar tækniskólakennari, taldi sér ekki fært að vera með í leiknum, því hann var ekki viss um að stjórn ÆF þætti þetta heppilegt tiltæki. En hann lofaði að kjafta ekki frá, og mér er nær að halda að ég sé sá fyrsti sem það gerir, enda næstum kominn á grafarbakkann. Jökull og Árni eftir sýningu á leikverki þeirra ‚Gunnar og Hallgerður‘ á Aðaldansleik Menntaskólans í Sjálfstæðishúsinu 1953, mánuði eftir tiltækið á Öskjuhlíðinni. Því má bæta við vegna orðalags í frétt Mbl. að það var Gunnlaugur Þórðarson þáverandi forsetaritari sem sneri myndinni af Jóni Sigurðssyni til veggjar í Alþingishúsinu 30. mars 1949 til að forða henni frá hugsanlegu grjótkasti. Ásmundi Sigurðssyni þingmanni sósíalista var hinsvegar kennt um athæfið, og Gunnlaugur leiðrétti ekki missögnina fyrr en í bók Baldurs Guðlaugssonar og Páls Heiðars Jónssonar um atburðina 30. mars sem út kom rúmum aldarfjórðungi seinna. Höfundur er þjóðháttafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einu sinni var... Fjölmiðlar Kalda stríðið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur undanfarið birt efni sem tengist æskulýð og hersetu á Íslandi. Annarsvegar er um að ræða endurflutning á þáttaröðinni Hernámsæskan og hinsvegar efni frá Kviknyndasafni Íslands. Þetta rifjaði upp rúmlega sjö áratuga gamlan hrekk sem nokkrir menntaskólastrákar frömdu eina nótt í febrúar árið 1953 og Morgunblaðið túlkaði á sinn skáldlega hátt. Á baksíðu Morgunblaðsins 18. febrúar 1953 gat að líta þessa mynd af hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð, og hafði verið tjargað á tvo þeirra með mannhæðar stórum stöfum Ó, $ vors lands. Frétt Morgunblaðsins var orðrétt á þessa leið: ‚Þegar bjart var orðið af degi í gær, var því veitt efirtekt, að útsendarar hins fjarstýrða flokks á Þórsgötu 1 höfðu verið að verki upp hjá hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð. – Þar höfðu þeir káfað utan í þjóðsöng Íslendinga. Í SKJÓLI MYRKURS Það sem gerst hefur upp við geymana er, að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hér í bænum hafa skipað a.m.k. tveimur hinna auðsveipu vikapilta sinna að fara í skjóli næturinnar og myrkursins upp að geymunum og hafa meðferðis málningu sem skjótt þornar. Búið væri að ákveða að heppilegasti staðurinn til þessa óhæfuverks væru geymarnir tveir sem næstir eru Reykjanesbrautinni. Í ANDA STEFNUNNAR Þið eigið að svívirða þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar. sagt við hlaupadrengi sína. Þeir höfðu ekkert við slíkan verknað að athuga. Þetta var í anda hins alþjóðlega kommúnisma og því engin ástæða til að malda í móinn. Það er fyrsta ljóðlínan í þjóðsöngnum, sem kommúnistarnir svívirtu á þann hátt að krota þvert yfir geymana tvo með stórum stöfum: „Ó, $ (dollar) vors lands“!! VERÐUR AÐ SKAFAST BURTU Árdegis í gær var byrjað að hreinsa krotið af geymunum. Málning sú, er notuð hefur verið, virðist vera skipabotnsmálning og verður að skafa hana af með járnum og mun það taka 3-4 daga.Ekki nægir að mála yfir því að hinir svörtu stafir, sem eu nær mannhæðarháir, koma í gegn. Sýnt þykir, að notaðir hafa verið skaftháir kústar. VAKIÐ REIÐI OG FYRIRLITNINGU Athæfi þetta hefur vakið fádæma fyrirlitningu og reiði hér í bænum. Með þessu hafa kommúnistar enn sannað hverjar tilfinningar þeir bera í brjósti gagnvart því sem fólki er heilagt. Mönnum er enn í fersku minni er þeir snéru mynd Jóns forseta á Alþingi til veggjar. En „línan“ krefst slíkra aðgerða, og þá er hvaða svívirðing sem er, framkvæmd samstundis. Þetta athæfi sem kommúnistaflokkurinn hlýtur að bera ábyrgð á, er spegilmynd af þeirri starfsemi, sem flokknum er skipað að halda hér uppi og hinum mannskemmandi uppeldisáhrifum, sem hún hefur í för með sér. Lögreglan hefur fengið mál þetta til meðferðar.‘ VÍSIR Mynd af sama fyrirbæri birtist á baksíðu dagblaðsins Vísis seinna um daginn. Ljósmyndari P. Thomsen. Vísir lét sér hinsvegar nægja svohljóðandi myndartexta: ‚Þannig hafði þjóðsöngurinn verið óvirtur í fyrrinótt, og stafirnir hafðir svo stórir, að þeir gátu sést víða vega. Er nokkur í vafa um, hverjir hér hafa verið að verki?‘ Gamall glæpur upplýstur Þar sem mér er nokkuð vel kunnugt hvernig í þennan pott var búið og vænti þess að allar sakir séu fyrndar eftir rúm 70 ár ætla ég til gamans að rifja þennan gjörning upp. Hugmyndina að sprellinu átti Jökull Jakobsson seinna leikskáld. Við vorum þá saman í 6. bekk B í MR. Jökull gat verið nokkuð uppátækjasamur, og mátti stundum vara sig á að láta hann ekki teyma sig út í ógöngur. Í þetta sinn held ég að okkur hafi þótt tiltækið svo sniðugt að um fjórðungur bekkjarins var með í leiknum og allir bundnir þagnareiði. Tilefnið var að sjálfsögðu að bandarískt herlið hafði öðru sinni stigið á land fyrir hálfu öðru ári og dátar voru orðnir mjög sýnilegir á götum Reykjavíkur. Mörgum var meinilla við hersetuna og þurfti ekki kommúnista til. Flestum skýrt hugsandi mönnum var auk þess ljóst að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Vonir athafnamanna um arðbærar framkvæmdir á vegum hersins eins og verið hafði á stríðsárunum voru auðvitað helsti drifkrafturinn af Íslendinga hálfu. Það var líka merkingin í slagorði okkar: Ó, dollar vors lands. Jökull átti ekki aðeins hugmyndina, hann útvegaði líka tjöruna og kústinn og skrifaði stafina, enda bráðflinkur teiknari. Við hinir gerðum lítið annað bera eitthvað af efni og tækjum upp Öskjuhlíðina, en aðalverkefnið var að standa á verði ef einhver skyldi láta sjá sig á svæðinu þessa aðfaranótt þeiðjudags. Svo varð ekki. Vegna hinna skáldpólitísku skýringa Morgunblaðsins á tildrögum þessa gjörnings má geta þess að eini strákurinn í bekknum sem þá var félagsbundinn í Æskulýðsfylkingunni – sambandi ungra sósíalista, Ólafur Jens Pétursson síðar tækniskólakennari, taldi sér ekki fært að vera með í leiknum, því hann var ekki viss um að stjórn ÆF þætti þetta heppilegt tiltæki. En hann lofaði að kjafta ekki frá, og mér er nær að halda að ég sé sá fyrsti sem það gerir, enda næstum kominn á grafarbakkann. Jökull og Árni eftir sýningu á leikverki þeirra ‚Gunnar og Hallgerður‘ á Aðaldansleik Menntaskólans í Sjálfstæðishúsinu 1953, mánuði eftir tiltækið á Öskjuhlíðinni. Því má bæta við vegna orðalags í frétt Mbl. að það var Gunnlaugur Þórðarson þáverandi forsetaritari sem sneri myndinni af Jóni Sigurðssyni til veggjar í Alþingishúsinu 30. mars 1949 til að forða henni frá hugsanlegu grjótkasti. Ásmundi Sigurðssyni þingmanni sósíalista var hinsvegar kennt um athæfið, og Gunnlaugur leiðrétti ekki missögnina fyrr en í bók Baldurs Guðlaugssonar og Páls Heiðars Jónssonar um atburðina 30. mars sem út kom rúmum aldarfjórðungi seinna. Höfundur er þjóðháttafræðingur.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun