Ef vel væri stjórnað Hörður Filippusson skrifar 28. ágúst 2024 14:00 „ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar