Heimþráin til staðar en lífið í New York algjört ævintýri Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Hildur Anissa er búin að búa í New York í rúman mánuð og ræddi við blaðamann um lífið úti. Aðsend „Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu. Spennandi tækifæri sem þau gátu ekki neitað Hildur Anissa býr úti með kærasta sínum Sebastian Loui. „Kærastinn minn fékk spennandi vinnu tækifæri sem við gátum ekki sagt nei við,“ segir Hildur Anissa um flutningana vestanhafs. Hún er bæði í fjarnámi og fjarvinnu úti. „Ég stunda meistaranám við Háskólann í Bifröst og er að læra þar Forystu og Stjórnun. Ásamt því er ég í fjarvinnu frá Kaupmannahöfn sem sölustjóri hjá Atelier CPH.“ Hún segir daglegt líf úti alls konar. „Þar sem ég er nýflutt og er enn að aðlagast þessum nýja raunveruleika þá er ekki komin mikil rútína á okkur, en fyrstu vikurnar hafa aðallega farið í að koma okkur fyrir, skoða borgina og nýja hverfið okkar ásamt því að kynnast fólkinu hér. Annars sé ég fram á að ég vera mikið á kaffihúsum næstu mánuði að læra og vinna og svo nota frítímann í pílates, finna bestu vintage búðirnar og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Opið og hjálpsamlegt samfélag Það er margt sem stendur upp úr í stórborgarlífinu. „Ég elska fjölbreytileikan hér, bæði í fólki, menningu, mat og tísku. Það er svo mikið líf alla daga vikunnar og alltaf eitthvað spennandi að gera eða skoða. Annars er fólkið hérna er búið að koma mér sérstaklega á óvart en það eru allir eru búnir að vera svo hjálpsamir og almennilegir. Mér finnst líka geggjað hvað fólk er duglegt að bjóða fólki sem það þekkir ekki með í sín plön, það hefur reynst mér og manni mínum afar vel.“ Hildur Anissa elskar fjölbreytileikann í New York borg.Instagram @hilduranissa Getur verið krefjandi að byrja upp á nýtt Aðspurð um krefjandi hliðar þess að búa úti segir Hildur Anissa: „Að vera svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum er alltaf erfitt, sérstaklega núna þar sem margir í kringum mig eru farnir að eignast börn og tíminn með þeim er extra dýrmætur. Það getur líka verið mjög krefjandi að þurfa að byrja alveg upp á nýtt, að kynnast nýjum vinum, búa til nýja rútínu og venjast nýju umhverfi. Það krefst vissulega þess að maður stígi aðeins út fyrir þægindarammann. Stefnan hjá okkur er að vera hérna í New York í eitt til tvö ár en við erum opin fyrir því að lengja það ef við komum okkur vel fyrir og líður vel hérna.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Þroskandi ævintýri Hildur Anissa flutti frá Íslandi fyrir rúmum fjórum árum. „Ég bjó í fjögur ár í Kaupmannahöfn og er núna nýflutt til New York, búin að vera hér í einn mánuð. Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda. Eins erfitt og það getur verið í byrjun, þá er þetta svo mikið ævintýri og maður þroskast svo mikið á því að stíga út úr búbblunni heima.“ Þrátt fyrir að njóta sín vel á nýjum slóðum getur heimþráin stundum gert vart við sig. „Ó já, heimþráin er alltaf til staðar. En ég tel mig heppna að eiga svo góða vini og fjölskyldu sem ég sakna alla daga og ég er alltaf mjög spennt að fara heim, hvort sem það sé til Köben eða Íslands.“ Hildur Anissa ásamt systur sinni Töniu Lind þegar hún kom í heimsókn.Instagram @hilduranissa Það er sannarlega fjölbreytt flóra af alls konar fólki í New York og hægt að lenda í ýmsu óvenjulegu og fyndnu úti. Hildur Anissa segist ekki enn hafa upplifað það en hún sé undirbúin fyrir það. „Ég hef nú séð alls konar rugl á samfélagsmiðlum en ég hef enn ekki lent í neinu þannig. Eina sem ég hef lent í eru alveg hlægilegar spurningar um Ísland. Til dæmis hvort við keyrum á „venjulegum“ vegum eða „venjulegum“ bílum, hvort það sé Internet á ísland og svo framvegis. Ég er hins vegar að undirbúa mig andlega fyrir það að lenda í og sjá alls konar steikta hluti þarna, það er víst partur af þessu,“ segir Hildur Anissa kímin að lokum. Hildur er sömuleiðis dugleg að deila myndaseríum af lífinu úti á Instagram hjá sér samanborið við þessa: View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Spennandi tækifæri sem þau gátu ekki neitað Hildur Anissa býr úti með kærasta sínum Sebastian Loui. „Kærastinn minn fékk spennandi vinnu tækifæri sem við gátum ekki sagt nei við,“ segir Hildur Anissa um flutningana vestanhafs. Hún er bæði í fjarnámi og fjarvinnu úti. „Ég stunda meistaranám við Háskólann í Bifröst og er að læra þar Forystu og Stjórnun. Ásamt því er ég í fjarvinnu frá Kaupmannahöfn sem sölustjóri hjá Atelier CPH.“ Hún segir daglegt líf úti alls konar. „Þar sem ég er nýflutt og er enn að aðlagast þessum nýja raunveruleika þá er ekki komin mikil rútína á okkur, en fyrstu vikurnar hafa aðallega farið í að koma okkur fyrir, skoða borgina og nýja hverfið okkar ásamt því að kynnast fólkinu hér. Annars sé ég fram á að ég vera mikið á kaffihúsum næstu mánuði að læra og vinna og svo nota frítímann í pílates, finna bestu vintage búðirnar og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Opið og hjálpsamlegt samfélag Það er margt sem stendur upp úr í stórborgarlífinu. „Ég elska fjölbreytileikan hér, bæði í fólki, menningu, mat og tísku. Það er svo mikið líf alla daga vikunnar og alltaf eitthvað spennandi að gera eða skoða. Annars er fólkið hérna er búið að koma mér sérstaklega á óvart en það eru allir eru búnir að vera svo hjálpsamir og almennilegir. Mér finnst líka geggjað hvað fólk er duglegt að bjóða fólki sem það þekkir ekki með í sín plön, það hefur reynst mér og manni mínum afar vel.“ Hildur Anissa elskar fjölbreytileikann í New York borg.Instagram @hilduranissa Getur verið krefjandi að byrja upp á nýtt Aðspurð um krefjandi hliðar þess að búa úti segir Hildur Anissa: „Að vera svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum er alltaf erfitt, sérstaklega núna þar sem margir í kringum mig eru farnir að eignast börn og tíminn með þeim er extra dýrmætur. Það getur líka verið mjög krefjandi að þurfa að byrja alveg upp á nýtt, að kynnast nýjum vinum, búa til nýja rútínu og venjast nýju umhverfi. Það krefst vissulega þess að maður stígi aðeins út fyrir þægindarammann. Stefnan hjá okkur er að vera hérna í New York í eitt til tvö ár en við erum opin fyrir því að lengja það ef við komum okkur vel fyrir og líður vel hérna.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Þroskandi ævintýri Hildur Anissa flutti frá Íslandi fyrir rúmum fjórum árum. „Ég bjó í fjögur ár í Kaupmannahöfn og er núna nýflutt til New York, búin að vera hér í einn mánuð. Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda. Eins erfitt og það getur verið í byrjun, þá er þetta svo mikið ævintýri og maður þroskast svo mikið á því að stíga út úr búbblunni heima.“ Þrátt fyrir að njóta sín vel á nýjum slóðum getur heimþráin stundum gert vart við sig. „Ó já, heimþráin er alltaf til staðar. En ég tel mig heppna að eiga svo góða vini og fjölskyldu sem ég sakna alla daga og ég er alltaf mjög spennt að fara heim, hvort sem það sé til Köben eða Íslands.“ Hildur Anissa ásamt systur sinni Töniu Lind þegar hún kom í heimsókn.Instagram @hilduranissa Það er sannarlega fjölbreytt flóra af alls konar fólki í New York og hægt að lenda í ýmsu óvenjulegu og fyndnu úti. Hildur Anissa segist ekki enn hafa upplifað það en hún sé undirbúin fyrir það. „Ég hef nú séð alls konar rugl á samfélagsmiðlum en ég hef enn ekki lent í neinu þannig. Eina sem ég hef lent í eru alveg hlægilegar spurningar um Ísland. Til dæmis hvort við keyrum á „venjulegum“ vegum eða „venjulegum“ bílum, hvort það sé Internet á ísland og svo framvegis. Ég er hins vegar að undirbúa mig andlega fyrir það að lenda í og sjá alls konar steikta hluti þarna, það er víst partur af þessu,“ segir Hildur Anissa kímin að lokum. Hildur er sömuleiðis dugleg að deila myndaseríum af lífinu úti á Instagram hjá sér samanborið við þessa: View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa)
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira