Óréttlæti mamons Bubbi Morthens skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Krónan er vopn þeirra sem vilja viðhalda gjánni milli þeirra sem lifa vel og feitt og þeirra sem lifa í raun naumt og eru bundin á klafa krónunnar og moka framtíð barna sinni ofaní gin bankanna. Þeir ríku kaupa upp íbúðir á markaði og yfirbjóða allt og alla með sín fasteignafélög, ryksuga enga drullu bara gull. Unga fólkið á ekki sjens að kaupa sér heimili, auðurinn safnast á fárra hendur. Það rignir alla daga óréttlæti og meginþorri þjóðarinnar er rennblautur. Hvernig getur svona lagað gerst?Jú, óhæf stjórnmálastétt, því miður, þó auðvitað sé að finna þar fólk sem vill vel en ræður öngu. Eina leiðin til að breyta þessu er í höndum fólks í næstu kosningum. Það er ömurð að ungt fólk geti ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið. Leiguverð er svo hátt að Fagin í bók Dickens um Óliver Twist hefði fengið hjartaslag af gleði yfir þessari nýju stétt fermetrakúreka sem arka um með leigusamninga í byssuhólka stað. Það mun einn daginn sjóða uppúr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Krónan er vopn þeirra sem vilja viðhalda gjánni milli þeirra sem lifa vel og feitt og þeirra sem lifa í raun naumt og eru bundin á klafa krónunnar og moka framtíð barna sinni ofaní gin bankanna. Þeir ríku kaupa upp íbúðir á markaði og yfirbjóða allt og alla með sín fasteignafélög, ryksuga enga drullu bara gull. Unga fólkið á ekki sjens að kaupa sér heimili, auðurinn safnast á fárra hendur. Það rignir alla daga óréttlæti og meginþorri þjóðarinnar er rennblautur. Hvernig getur svona lagað gerst?Jú, óhæf stjórnmálastétt, því miður, þó auðvitað sé að finna þar fólk sem vill vel en ræður öngu. Eina leiðin til að breyta þessu er í höndum fólks í næstu kosningum. Það er ömurð að ungt fólk geti ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið. Leiguverð er svo hátt að Fagin í bók Dickens um Óliver Twist hefði fengið hjartaslag af gleði yfir þessari nýju stétt fermetrakúreka sem arka um með leigusamninga í byssuhólka stað. Það mun einn daginn sjóða uppúr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun