Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 11:27 Svona var aðkoman í Púkann á mánudag. facebook/uúkinn.com Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. „Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“ Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
„Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“
Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira