KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:24 KR og Grótta hafa verið í samstarfi í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna undanfarin ár. Vísir/Samsett KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann. Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann.
Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira