Skoðun

Byggja upp eða pakka?

Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir skrifar

Flokksráðsfundur VG um helgina sendi frá sér ályktun um málefni Palestínu og stríðið á Gasa þar sem ákvörðun Bjarna Ben, þáverandi utanríkisráðherra, um að frysta framlög til UNRWA var gagnrýnd og hvatt til vopnahlés. Ályktunin kom mér, sem fyrrverandi félaga í VG, kunnuglega fyrir sjónir og var ég ekki lengi að finna út af hverju. Í mars, á síðasta flokksráðsfundi, var nefnilega samþykkt nær samhljóða ályktun um málefni Palestínu.

Í báðum þessum ályktunum eru áratuga morð og mannréttindabrot gegn Palestínufólki réttilega gagnrýnd og vísað í alþjóðalög og samþykktir og frysting á framlögum til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnd. En einn stór munur er á þessum ályktunum. Í þeirri eldri eru ráðherrar VG hvattir til að beita sér enn frekar fyrir sameiningu palestínskra fjölskyldna, látið verði af brottvísunum á palestínsku flóttafólki og því veitt vernd á Íslandi og forysta, ráðherrar og þingflokkur skuli tjá stefnu VG opinberlega með skýrum hætti.

En nú, fimm mánuðum seinna, er hvergi í öllum þeim ályktunum sem samþykktar voru á flokksráðsfundinum minnst á flóttafólk eða umsækjendur alþjóðlega vernd, forystan og þingflokkurinn hvorki gagnrýnd né hvött. Ekki er hægt að skilja það öðruvísi en að VG sé þegar búið að pakka þegar kemur að málefnum fólks á flótta og almennir félagar hættir að reyna.

Höfundur er sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttafólks




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×