Byggja upp eða pakka? Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir skrifar 19. ágúst 2024 19:31 Flokksráðsfundur VG um helgina sendi frá sér ályktun um málefni Palestínu og stríðið á Gasa þar sem ákvörðun Bjarna Ben, þáverandi utanríkisráðherra, um að frysta framlög til UNRWA var gagnrýnd og hvatt til vopnahlés. Ályktunin kom mér, sem fyrrverandi félaga í VG, kunnuglega fyrir sjónir og var ég ekki lengi að finna út af hverju. Í mars, á síðasta flokksráðsfundi, var nefnilega samþykkt nær samhljóða ályktun um málefni Palestínu. Í báðum þessum ályktunum eru áratuga morð og mannréttindabrot gegn Palestínufólki réttilega gagnrýnd og vísað í alþjóðalög og samþykktir og frysting á framlögum til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnd. En einn stór munur er á þessum ályktunum. Í þeirri eldri eru ráðherrar VG hvattir til að beita sér enn frekar fyrir sameiningu palestínskra fjölskyldna, látið verði af brottvísunum á palestínsku flóttafólki og því veitt vernd á Íslandi og forysta, ráðherrar og þingflokkur skuli tjá stefnu VG opinberlega með skýrum hætti. En nú, fimm mánuðum seinna, er hvergi í öllum þeim ályktunum sem samþykktar voru á flokksráðsfundinum minnst á flóttafólk eða umsækjendur alþjóðlega vernd, forystan og þingflokkurinn hvorki gagnrýnd né hvött. Ekki er hægt að skilja það öðruvísi en að VG sé þegar búið að pakka þegar kemur að málefnum fólks á flótta og almennir félagar hættir að reyna. Höfundur er sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttafólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur VG um helgina sendi frá sér ályktun um málefni Palestínu og stríðið á Gasa þar sem ákvörðun Bjarna Ben, þáverandi utanríkisráðherra, um að frysta framlög til UNRWA var gagnrýnd og hvatt til vopnahlés. Ályktunin kom mér, sem fyrrverandi félaga í VG, kunnuglega fyrir sjónir og var ég ekki lengi að finna út af hverju. Í mars, á síðasta flokksráðsfundi, var nefnilega samþykkt nær samhljóða ályktun um málefni Palestínu. Í báðum þessum ályktunum eru áratuga morð og mannréttindabrot gegn Palestínufólki réttilega gagnrýnd og vísað í alþjóðalög og samþykktir og frysting á framlögum til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnd. En einn stór munur er á þessum ályktunum. Í þeirri eldri eru ráðherrar VG hvattir til að beita sér enn frekar fyrir sameiningu palestínskra fjölskyldna, látið verði af brottvísunum á palestínsku flóttafólki og því veitt vernd á Íslandi og forysta, ráðherrar og þingflokkur skuli tjá stefnu VG opinberlega með skýrum hætti. En nú, fimm mánuðum seinna, er hvergi í öllum þeim ályktunum sem samþykktar voru á flokksráðsfundinum minnst á flóttafólk eða umsækjendur alþjóðlega vernd, forystan og þingflokkurinn hvorki gagnrýnd né hvött. Ekki er hægt að skilja það öðruvísi en að VG sé þegar búið að pakka þegar kemur að málefnum fólks á flótta og almennir félagar hættir að reyna. Höfundur er sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttafólks
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar