Krossinn er fallegur 16. ágúst 2024 05:01 Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar