Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:09 Kolbrún Baldursdóttir segir áríðandi að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. „Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“ Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“
Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira