Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:07 Faðir barnanna, Mohamed, með fæðingarvottorð tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni eftir að þau voru drepin. Vísir/Getty Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. „Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
„Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56