Ég má það fyrst ég kemst upp með það Eva Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun