Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leiti og hefur verið nostrað við hvert rými. Ljós litapalletta, mínímalískur stíll og falleg smáatriði eru í forgrunni.


Gengið er inn á miðhæð hússins, sem skiptist í forstofu, eldhús, tvær stofur, eitt herbergi og baðherbergi. Úr baðherbergi er gengið út á stóran pall með heitum potti.
Í eldhúsinu er nýleg dökk viðarinnrétting með ljósri borðplötu úr stuc deco steinefnaspartli. Opið er á milli eldhúss og borðstofu og er fallegt ljóst parket á gólfi. Gyllt smáatriði setja sjarmerandi svip á rýmið.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


