Tugir þúsunda létust af völdum hita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 13:17 Kona gengur fram hjá viftu sem dreifir vatnsúða í kæfandi hita í Aþenu síðasta sumar. Einna flest dauðsföll af völdum hita voru í Grikklandi í fyrra. Vísir/EPA Fleiri en 47.000 manns létust af völdum hita í Evrópu í fyrra samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Aðlögunaraðgerðir vegna hækkandi hita síðustu tvo áratugina eru sagðar hafa forðað mun meiri mannskaða. Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið það heitasta í mælingasögunni voru dauðsföllin af völdum hita nokkru færri en árið 2022 þegar fleiri en 60.000 manns létust. Spænska rannsóknastofnunin ISGGlobal áætlar að dauðsföllin í fyrra hefðu verið allt að áttatíu prósent fleiri án viðvörunarkerfa og umbóta í heilbrigðiskerfum Evrópulanda sem gripið hefur verið til undanfarin tuttugu ár. „Niðurstöður okkar sýna að það hefur átt sér stað aðlögun samfélagsins að háum hita á þessari öld sem hefur dregið verulega úr áhættu og dauðsföllum tengdum hita undanfarin sumur, sérstaklega á meðal eldra fólks,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Elisu Gallo, aðalhöfundi rannsóknarinnar. Hlutfallslega flest dauðsföllin voru í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og Spáni. Rannsóknin byggði á gögnum um dauðsföll og hitamælingar í 35 Evrópulöndum. Útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Fyrr í sumar var hitamet yfir hæsta meðalhita á jörðinni slegið tvo daga í röð. Loftslagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið það heitasta í mælingasögunni voru dauðsföllin af völdum hita nokkru færri en árið 2022 þegar fleiri en 60.000 manns létust. Spænska rannsóknastofnunin ISGGlobal áætlar að dauðsföllin í fyrra hefðu verið allt að áttatíu prósent fleiri án viðvörunarkerfa og umbóta í heilbrigðiskerfum Evrópulanda sem gripið hefur verið til undanfarin tuttugu ár. „Niðurstöður okkar sýna að það hefur átt sér stað aðlögun samfélagsins að háum hita á þessari öld sem hefur dregið verulega úr áhættu og dauðsföllum tengdum hita undanfarin sumur, sérstaklega á meðal eldra fólks,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Elisu Gallo, aðalhöfundi rannsóknarinnar. Hlutfallslega flest dauðsföllin voru í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og Spáni. Rannsóknin byggði á gögnum um dauðsföll og hitamælingar í 35 Evrópulöndum. Útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Fyrr í sumar var hitamet yfir hæsta meðalhita á jörðinni slegið tvo daga í röð.
Loftslagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira