Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 11:23 Strákarnir trúlofuðu sig á Íslandi á meðan Elliot lá á sjúkrabeði. Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. „Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47