Leitin að sjálfum sér Erna Bjarnadóttir skrifar 12. ágúst 2024 14:00 Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ Samkvæmt vísitölu neysluverðs í júlí 2024 námu útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvörum 14,97% af heildarútgjöldum heimilanna. Matvörur einar og sér námu 13,52% útgjaldanna. En stór hluti þessara útgjalda fer til kaupa á vörum sem enga tolla bera. Brauð og kornmeti nema 2,11% útgjalda, fiskur 0,77%, ávextir 0,97 og sykur, súkkulaði og sælgæti 1,45% og aðrar matvörur 1,73%. Samtals 7,03% eða 52% útgjalda til kaupa á matvöru. Til viðbótar þá er grænmeti (1,27%) án tolla stóran hluta ársins. Einnig er allt feitmeti annað en smjör án tolla en sá liður nemur samtals 0,34% heildarútgjalda heimilanna. Hvernig skýrir Viðskiptaráð þá að hlutfallslegt verðlag á brauði og kornvörum hærra hér á landi en í öllum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat frá því í júní sl.? Matvörur í heild sinni eru líka dýrari hér en í nokkru landi innan ESB þrátt fyrir að meiri hluti matvara mælt á útgjalda grunni sé hér fluttur inn án tolla. „Háar tekjur leiða beinlínis til hás verðlags“ Fyrirsögnin hér að ofan er fengin beint úr milli fyrirsögn í samantekt Viðskiptaráðs frá 27. janúar 2021. Þar komst ráðið að þeirri niðurstöðu að hátt launastig leiddi til hás verðlags og birti línurit sem sýndi þetta samband glöggt máli sínu til stuðnings. Á þeim þremur og hálfu ári sem síðan eru liðin hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 29,2%. Svo áfram sé vitnað í Viðskiptaráð þá segir enn fremur í fyrrnefndri samantekt. „Ísland er vissulega dýrt en tekjurnar eru líka með þeim hæstu svo að kaupmáttur var sá fjórði mesti í Evrópu árið 2019.“ „Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ Viðskiptaráð valdi að kynna úttekt sína nú með þessari fyrirsögn. Þó ráðið telji sig geta tilgreint einstakar vörur sem þetta getur átt við (engin tilraun er gerð til að fjalla um hvernig fyrirtæki í virðiskeðjunni ákveða álagningu sína, sem nokkuð örugglega er ekki föst prósenta), þá getur þetta ekki átt við flokkinn matvörur í heild sinni eins og einhver gæti ályktað af svona framsetningu. Það verður því að teljast býsna bratt fram farið að setja málið svona fram. Hvernig er verðlag á tollfrjálsum varningi á Íslandi? Þegar búið er að fara fram með fullyrðingum um verðbreytingar á vörum við afnám tolla, verður að gera þá kröfu að Viðskiptaráð útskýri verðlagningu á Íslandi í víðara samhengi. Í fyrrnefndri samantekt Viðskiptaráðs frá því í janúar 2021 segir að kaupmáttur sé „…mikill þvert á meginþorra vöru og þjónustu.“ Eurostat birtir reglulega niðurstöður á athugun á hlutfallslegu verðlagi vöru og þjónustu milli landi. Í júní sl. birtust niðurstöður samanburðar á verðlagi í 36 löndum, 27 ESB löndum, þremur EFTA-löndum og 6 löndum sem sótt hafa um aðild að ESB (Tyrklandi, Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Norður-Makedóníu). Úr þessari samantekt má lesa um hvar Ísland raðast í sæti í hópi þessara ríkja eftir hlutfallslegu verðlagi. Eftirfarandi tafla sýnir þetta. Vöruflokkur/þjónusta: Matur og drykkjarvörur 2 Áfengi og tóbak 1 Föt 2 Skór 2 Húsgögn 3 Eldhúsraftæki 3 Raftæki 1 Bílar, mótorhjól og önnur farartæki 2 Almenningssamgöngur og flutningar 1 Póstur og sími 3 Hótel og veitingastaðir 2 Vindmyllur Viðskiptaráðs Ísland skipar 2. sæti í flokknum mat og drykkjarvörum. Aðeins í Sviss eru matvörur hlutfallslega dýrari en hér á landi. En ef tollar á matvörur eru orsök þessa, hverju er þá til að svara í öðrum flokkum vara sem allar eru fluttar inn án tolla og Ísland skipar í þessari úttekt ýmsit annað eða jafnvel fyrsta sæti? Af hverju eru raftæki dýrust á Íslandi og liðurinn föt og skór sem og eldhúsraftæki næst dýrust. Föt eru dýrari en hér á landi í Sviss og skór í Danmörku. Eldhúsraftæki eru hlutfallslega dýrust í Albaníu og á Möltu. Húsgögn eru svo dýrari á Möltu og í Lúxemborg en hér á landi. Það að Viðskiptaráð komist að því að afnám tolla á innfluttum saltkaramelluís leiði til 43% lækkunar á matvöruverði hér á landi er skrumskæling sem á ekkert skylt við veruleikann í verðlagningu á innfluttum vörum á Íslandi. Nær hefði verið að rifja upp samantekt ráðsins frá því í janúar 2021. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ Samkvæmt vísitölu neysluverðs í júlí 2024 námu útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvörum 14,97% af heildarútgjöldum heimilanna. Matvörur einar og sér námu 13,52% útgjaldanna. En stór hluti þessara útgjalda fer til kaupa á vörum sem enga tolla bera. Brauð og kornmeti nema 2,11% útgjalda, fiskur 0,77%, ávextir 0,97 og sykur, súkkulaði og sælgæti 1,45% og aðrar matvörur 1,73%. Samtals 7,03% eða 52% útgjalda til kaupa á matvöru. Til viðbótar þá er grænmeti (1,27%) án tolla stóran hluta ársins. Einnig er allt feitmeti annað en smjör án tolla en sá liður nemur samtals 0,34% heildarútgjalda heimilanna. Hvernig skýrir Viðskiptaráð þá að hlutfallslegt verðlag á brauði og kornvörum hærra hér á landi en í öllum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat frá því í júní sl.? Matvörur í heild sinni eru líka dýrari hér en í nokkru landi innan ESB þrátt fyrir að meiri hluti matvara mælt á útgjalda grunni sé hér fluttur inn án tolla. „Háar tekjur leiða beinlínis til hás verðlags“ Fyrirsögnin hér að ofan er fengin beint úr milli fyrirsögn í samantekt Viðskiptaráðs frá 27. janúar 2021. Þar komst ráðið að þeirri niðurstöðu að hátt launastig leiddi til hás verðlags og birti línurit sem sýndi þetta samband glöggt máli sínu til stuðnings. Á þeim þremur og hálfu ári sem síðan eru liðin hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 29,2%. Svo áfram sé vitnað í Viðskiptaráð þá segir enn fremur í fyrrnefndri samantekt. „Ísland er vissulega dýrt en tekjurnar eru líka með þeim hæstu svo að kaupmáttur var sá fjórði mesti í Evrópu árið 2019.“ „Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ Viðskiptaráð valdi að kynna úttekt sína nú með þessari fyrirsögn. Þó ráðið telji sig geta tilgreint einstakar vörur sem þetta getur átt við (engin tilraun er gerð til að fjalla um hvernig fyrirtæki í virðiskeðjunni ákveða álagningu sína, sem nokkuð örugglega er ekki föst prósenta), þá getur þetta ekki átt við flokkinn matvörur í heild sinni eins og einhver gæti ályktað af svona framsetningu. Það verður því að teljast býsna bratt fram farið að setja málið svona fram. Hvernig er verðlag á tollfrjálsum varningi á Íslandi? Þegar búið er að fara fram með fullyrðingum um verðbreytingar á vörum við afnám tolla, verður að gera þá kröfu að Viðskiptaráð útskýri verðlagningu á Íslandi í víðara samhengi. Í fyrrnefndri samantekt Viðskiptaráðs frá því í janúar 2021 segir að kaupmáttur sé „…mikill þvert á meginþorra vöru og þjónustu.“ Eurostat birtir reglulega niðurstöður á athugun á hlutfallslegu verðlagi vöru og þjónustu milli landi. Í júní sl. birtust niðurstöður samanburðar á verðlagi í 36 löndum, 27 ESB löndum, þremur EFTA-löndum og 6 löndum sem sótt hafa um aðild að ESB (Tyrklandi, Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Norður-Makedóníu). Úr þessari samantekt má lesa um hvar Ísland raðast í sæti í hópi þessara ríkja eftir hlutfallslegu verðlagi. Eftirfarandi tafla sýnir þetta. Vöruflokkur/þjónusta: Matur og drykkjarvörur 2 Áfengi og tóbak 1 Föt 2 Skór 2 Húsgögn 3 Eldhúsraftæki 3 Raftæki 1 Bílar, mótorhjól og önnur farartæki 2 Almenningssamgöngur og flutningar 1 Póstur og sími 3 Hótel og veitingastaðir 2 Vindmyllur Viðskiptaráðs Ísland skipar 2. sæti í flokknum mat og drykkjarvörum. Aðeins í Sviss eru matvörur hlutfallslega dýrari en hér á landi. En ef tollar á matvörur eru orsök þessa, hverju er þá til að svara í öðrum flokkum vara sem allar eru fluttar inn án tolla og Ísland skipar í þessari úttekt ýmsit annað eða jafnvel fyrsta sæti? Af hverju eru raftæki dýrust á Íslandi og liðurinn föt og skór sem og eldhúsraftæki næst dýrust. Föt eru dýrari en hér á landi í Sviss og skór í Danmörku. Eldhúsraftæki eru hlutfallslega dýrust í Albaníu og á Möltu. Húsgögn eru svo dýrari á Möltu og í Lúxemborg en hér á landi. Það að Viðskiptaráð komist að því að afnám tolla á innfluttum saltkaramelluís leiði til 43% lækkunar á matvöruverði hér á landi er skrumskæling sem á ekkert skylt við veruleikann í verðlagningu á innfluttum vörum á Íslandi. Nær hefði verið að rifja upp samantekt ráðsins frá því í janúar 2021. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Mjólkursamsölunni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun