Viltu vinna of mikið í ár og ennþá meira á næsta ári? Steinunn Þórðardóttir skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Má bjóða þér vinnu þar sem þú berð gríðarlega ábyrgð og öll mistök sem þú gerir, sama hversu smávægileg, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og limi annarra? Þar sem hver dagur er fullur af áskorunum og afdrifaríkum ákvörðunum og enginn tími dauður tími? Þar sem þú reynir að harka af þér eigin veikindi eftir bestu getu og mæta í vinnuna sama hvað þar sem þú veist hversu alvarleg undirmönnunin verður ef þú gerir það ekki? Þar sem þú kemst sjaldnast heim á réttum tíma að vinnudegi loknum því verkefnin rúmast ekki á milli 8 og 16 og eru þess eðlis að þau þola enga bið? Þá gæti læknisstarfið verið eitthvað fyrir þig. Það er leitt að þurfa að tala um þetta frábæra og gefandi starf á svo neikvæðum nótum og að sjálfsögðu er læknisstarfið ekki tómt svartnætti. Fræðin eru áhugaverð og í sífelldri þróun, enginn dagur í starfi er eins og það er heiður að njóta þess trausts sem samfélagið ber til stéttarinnar. Læknar kunna að meta það traust sem þeim er sýnt og reyna á móti að standa undir því eftir bestu getu. Starfsumhverfi lækna hefur hins vegar verið gríðarlega krefjandi til lengri tíma og því miður gerast úrbæturnar hægt. Mikilvægt er að stéttinni sé gert kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og ryðja þarf öllum hindrunum úr vegi til að svo megi vera. Eins þarf að tryggja að starfsumhverfið sé aðlaðandi og kjörin góð svo við löðum fyrsta flokks fólk í þetta mikilvæga starf og séum samkeppnishæf við löndin í kringum okkur um starfskrafta þess. Ómennskar kröfur skapa ómanneskjulegt umhverfi Það vakti mikla athygli í Noregi í fyrra þegar 35 ára læknir og tveggja barna móðir, Maiken Schultz, tók eigið líf eftir að hafa upplifað langvarandi álag og stöðugar tilfinningar um að duga ekki til, geta ekki gert nóg fyrir sjúklingana og ekki heldur fyrir fjölskylduna. Sambýlismaður hennar, Stig Amundrud, lýsti því hvernig hún sagði við hann “ef ég vinn ekki þessi kvöld mun fólk deyja”. Þrátt fyrir að hún sjálf væri fárveik af álagi. Ég hvet fólk til að kynna sér sögu Maiken því fráfall hennar er óafturkræft og óafsakanlegt og það er einnig óafsakanlegt ef ekki er nóg að gert til að bregðast við því ofurálagi sem dró þessa ungu móður til dauða. Í Noregi eru 5,2 læknar starfandi á hverja 1000 íbúa en á Íslandi eru 4,4 starfandi læknar á 1000 íbúa. Manneklan er því síst minni hérlendis og hættan á alvarlegri kulnun lækna og brotthvarfi úr starfi mikil. Læknar á leið til 19. aldar en aðrar starfsstéttir í 21. öldinni Erum við að gera nóg til þess að tryggja læknum ásættanleg kjör og starfsumhverfi hérlendis? Víkjum þá aftur að starfinu góða. Má bjóða þér starf sem krefst 6 ára krefjandi grunn háskólamenntunar, oft og tíðum við erlenda háskóla þar sem þú situr uppi með svimandi há námslán og bankalán fyrir skólagjöldum að námi loknu? Þar sem þú munt fá 686.992 kr í dagvinnulaun á mánuði fyrir 100% vinnu að 6 ára náminu loknu? Sem er að engu leyti umsemjanlegt og engin föst yfirvinna eða aðrir bónusar í boði? Á sama tíma og regluleg mánaðarlaun launafólks í fullu starfi í landinu eru að meðaltali 804 þúsund krónur? Og menntun þar að baki er mislöng og að auki hafa margir sem eru inni í þeirri tölfræði fengið styttingu vinnuvikunnar á meðan þú þarft að skila fullum 40 klukkustundum á viku? Vinnuveitandi þinn mun líka mæla viðveru þína stíft með stimpilklukku og draga frá þér alla fjarveru, en verið gæti að hann muni hins vegar neita að greiða þér unna yfirvinnu skv. stimpilklukkunni ef þú vinnur lengur – um það eru ótal dæmi. Ofan á fjörutíu klukkustunda vinnuvikuna stendur síðan í kjarasamningnum þínum að “læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf”. Þar sem mannekla er mikil, sem er víða, getur þetta þýtt gífurlegt viðbótarálag og vaktabyrði ofan á 100% vinnu án þess að þú fáir nokkru um það ráðið né jafnvel greitt lögbundin lágmarkslaun fyrir það. Sumir myndu réttilega kalla það þrældóm. Ef þú verður barnshafandi þarftu vottorð til að fá leyfi til að vinna “eingöngu” 40 klst vinnuviku en sleppa vöktum ofan á, jafnvel þótt komið sé að lokametrum meðgöngu. Vaktaálagið er síðan oft sérlega áberandi á sumarleyfistíma þar sem læknar í vinnu þurfa að taka á sig margfalda vaktabyrði til að hægt sé að hleypa öðrum læknum í frí. Sumrin, sem eru rólegur tími á mörgum vinnustöðum, eru því sérlega kvíðvænlegur tími í þessu starfi. Eins getur manneklan valdið því að læknar þurfi til viðbótar að sinna margfaldri vinnu á dagvinnutíma og leysa af á mörgum stöðum samtímis. Ekkert þak hefur verið skilgreint á hámarksálag á hvern lækni, hvorki í dagvinnu né á vöktum. Fyrir þetta margfalda álag fæst engin auka umbun. Það er leitun að þeim lækni í dag, sérstaklega lækni sem þarf einnig að sjá um fjölskyldu og reka heimili, sem sækist eftir því að taka fleiri vaktir ofan á 40 klst. vinnuvikuna en nauðsynlegt er. Það kemur þó ósjaldan fyrir að samstarfsfólk veikist og þá þurfi að manna vakt með stuttum fyrirvara. Oft þurfa því læknar að taka aukavaktir vegna veikinda í beinu framhaldi af því að hafa unnið fullan 8 klukkutíma vinnudag. Í kjarasamningi lækna stendur: “Ef staðarvakt er breytt að ósk yfirmanns frá fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun skv. þessari grein með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi lækni greitt aukalega 4 klst. í yfirvinnu.” Þetta hafa sumir vinnustaðir lækna neitað að greiða með þeim rökum að það að bæta við sig aukavakt með minna en 24 klst. fyrirvara vegna veikinda falli ekki undir þetta ákvæði. Dæmi hver fyrir sig. Læknar verða að ráða eigin starfsumhverfi Það má lengi halda áfram að tína til atriði sem bæta þarf úr þegar kemur að starfsumhverfi og kjörum lækna og verður “atvinnuauglýsingin” aldrei tæmandi. Þó ber að geta þess að læknar hafa verið iðnir við að benda á ýmsar leiðir til úrbóta en aðstæður breytast því miður hægt þrátt fyrir grafalvarlegt ástand hvað læknamönnun varðar. Ætla mætti að vilji væri til að gera allt sem hægt er til að halda í og nýta sem best þann mannafla sem þó er til staðar. Dæmi um úrbætur í starfsumhverfi væri stóraukin áhersla á endurbætur tölvukerfa til að auka öryggi sjúklinga og skilvirkni í störfum lækna. Horfa þarf til landa þar sem starfsfólk er þjálfað sérstaklega til að styðja við lækna og gera þeim kleift að nýta sérþekkingu sína sem best. Setja þarf skýra forgangsröðun í störfum lækna, þar sem lækningar sjúkra og slasaðra, forvarnir og heilsuefling koma ávallt á undan íþyngjandi og oft óþarfa skriffinnsku eins og á við um sum vottorð, greinargerðir, undanþágulyfseðla o.sv.fr. Ný steypa við Hringbraut en starfsumhverfið hið sama? Í kjara- og starfsumhverfiskönnun sem Læknafélag Íslands gerði meðal lækna vorið 2024 kom fram að 76% lækna telja álag í starfi sínu vera frekar mikið eða allt of mikið, 81% lækna telja að læknar á þeirra vinnustað séu of fáir eða allt of fáir miðað við verkefni og vinnuálag og 52% lækna hafa stundum eða oft íhugað að hætta í starfi á liðnu ári vegna starfsumhverfis og/eða vinnuálags. Þetta eru grafalvarlegar tölur fyrir íslenskt samfélag sem verður að bregðast við tafarlaust. Læknar eru mannlegir eins og aðrir og það liggur í augum uppi að stéttin hefur setið eftir á undanförnum árum hvað starfsumhverfi, kjör og vinnuverndarsjónarmið varðar. Á sama tíma hafa fjölmargir aðrir hópar samfélagsins notið styttingar vinnuvikunnar með öllum þeim ávinningi sem í henni felst, þ.e. meiri lífsgæðum utan vinnu. Þetta birtist meðal annars í nýrri áskorun í starfsumhverfi lækna sem felst í styttingu vistunartíma barna á leikskólum sem er illsamræmanleg við langa og ósveigjanlega vinnudaga lækna með ung börn. Margar aðrar stéttir starfa einnig á vinnustöðum þar sem vinnutími er að einhverju leyti sveigjanlegri en hjá læknum, möguleikar eru á að vinna í fjarvinnu og vinnustaðurinn hefur á köflum jafnvel tök á að gera vel við starfsfólk sitt á ýmsan hátt umfram berstrípaða kjarasamninga. Kjarasamningur Læknafélags Íslands og fjármála – og efnahagsráðherra rann út þann 31. mars s.l. Læknar vísuðu kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara þegar í mars mánuði og eru viðræður enn í gangi. Ljóst er að verulega þarf að taka til í starfsumhverfi og kjörum lækna og læknar hafa miklar væntingar til komandi samninga. Kjör lækna þurfa að endurspegla þá miklu ábyrgð og álag sem þeir axla og þær fórnir sem stéttin færir vegna eðlis starfsins. Læknisstarfið sefur aldrei og tekur sér aldrei frí. Álagið er sjaldan meira en yfir hásumarið og á stórhátíðum sem aðrir telja sjálfsagt að geta notið með sínum nánustu. Vinnutíminn er ósveigjanlegur og það er erfitt að komast hjá því að vinna langt umfram hefðbundinn vinnutíma “því annars deyr fólk”. Læknar eru tilbúnir að standa vaktina áfram og leggja sig alla fram, fórna frítíma og vera alltaf til staðar, en á móti þarf að meta framlag þeirra að sanngjörnum verðleikum. Það er eina leiðin til þess að laða að fleiri lækna og losa okkur þar með undan ómennskum kröfum starfsins í dag. Æskileg viðbrögð felast ekki eingöngu í styttingu vinnuviku lækna og bættum launakjörum heldur einnig í því að hlustað sé á óskir lækna um breytingar og úrbætur á starfsumhverfi þeirra og að ráðist verði tafarlaust í þær aðgerðir sem þarf. Það mun skila samfélaginu betra heilbrigðiskerfi og auknu öryggi sjúklinga. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Má bjóða þér vinnu þar sem þú berð gríðarlega ábyrgð og öll mistök sem þú gerir, sama hversu smávægileg, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og limi annarra? Þar sem hver dagur er fullur af áskorunum og afdrifaríkum ákvörðunum og enginn tími dauður tími? Þar sem þú reynir að harka af þér eigin veikindi eftir bestu getu og mæta í vinnuna sama hvað þar sem þú veist hversu alvarleg undirmönnunin verður ef þú gerir það ekki? Þar sem þú kemst sjaldnast heim á réttum tíma að vinnudegi loknum því verkefnin rúmast ekki á milli 8 og 16 og eru þess eðlis að þau þola enga bið? Þá gæti læknisstarfið verið eitthvað fyrir þig. Það er leitt að þurfa að tala um þetta frábæra og gefandi starf á svo neikvæðum nótum og að sjálfsögðu er læknisstarfið ekki tómt svartnætti. Fræðin eru áhugaverð og í sífelldri þróun, enginn dagur í starfi er eins og það er heiður að njóta þess trausts sem samfélagið ber til stéttarinnar. Læknar kunna að meta það traust sem þeim er sýnt og reyna á móti að standa undir því eftir bestu getu. Starfsumhverfi lækna hefur hins vegar verið gríðarlega krefjandi til lengri tíma og því miður gerast úrbæturnar hægt. Mikilvægt er að stéttinni sé gert kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og ryðja þarf öllum hindrunum úr vegi til að svo megi vera. Eins þarf að tryggja að starfsumhverfið sé aðlaðandi og kjörin góð svo við löðum fyrsta flokks fólk í þetta mikilvæga starf og séum samkeppnishæf við löndin í kringum okkur um starfskrafta þess. Ómennskar kröfur skapa ómanneskjulegt umhverfi Það vakti mikla athygli í Noregi í fyrra þegar 35 ára læknir og tveggja barna móðir, Maiken Schultz, tók eigið líf eftir að hafa upplifað langvarandi álag og stöðugar tilfinningar um að duga ekki til, geta ekki gert nóg fyrir sjúklingana og ekki heldur fyrir fjölskylduna. Sambýlismaður hennar, Stig Amundrud, lýsti því hvernig hún sagði við hann “ef ég vinn ekki þessi kvöld mun fólk deyja”. Þrátt fyrir að hún sjálf væri fárveik af álagi. Ég hvet fólk til að kynna sér sögu Maiken því fráfall hennar er óafturkræft og óafsakanlegt og það er einnig óafsakanlegt ef ekki er nóg að gert til að bregðast við því ofurálagi sem dró þessa ungu móður til dauða. Í Noregi eru 5,2 læknar starfandi á hverja 1000 íbúa en á Íslandi eru 4,4 starfandi læknar á 1000 íbúa. Manneklan er því síst minni hérlendis og hættan á alvarlegri kulnun lækna og brotthvarfi úr starfi mikil. Læknar á leið til 19. aldar en aðrar starfsstéttir í 21. öldinni Erum við að gera nóg til þess að tryggja læknum ásættanleg kjör og starfsumhverfi hérlendis? Víkjum þá aftur að starfinu góða. Má bjóða þér starf sem krefst 6 ára krefjandi grunn háskólamenntunar, oft og tíðum við erlenda háskóla þar sem þú situr uppi með svimandi há námslán og bankalán fyrir skólagjöldum að námi loknu? Þar sem þú munt fá 686.992 kr í dagvinnulaun á mánuði fyrir 100% vinnu að 6 ára náminu loknu? Sem er að engu leyti umsemjanlegt og engin föst yfirvinna eða aðrir bónusar í boði? Á sama tíma og regluleg mánaðarlaun launafólks í fullu starfi í landinu eru að meðaltali 804 þúsund krónur? Og menntun þar að baki er mislöng og að auki hafa margir sem eru inni í þeirri tölfræði fengið styttingu vinnuvikunnar á meðan þú þarft að skila fullum 40 klukkustundum á viku? Vinnuveitandi þinn mun líka mæla viðveru þína stíft með stimpilklukku og draga frá þér alla fjarveru, en verið gæti að hann muni hins vegar neita að greiða þér unna yfirvinnu skv. stimpilklukkunni ef þú vinnur lengur – um það eru ótal dæmi. Ofan á fjörutíu klukkustunda vinnuvikuna stendur síðan í kjarasamningnum þínum að “læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf”. Þar sem mannekla er mikil, sem er víða, getur þetta þýtt gífurlegt viðbótarálag og vaktabyrði ofan á 100% vinnu án þess að þú fáir nokkru um það ráðið né jafnvel greitt lögbundin lágmarkslaun fyrir það. Sumir myndu réttilega kalla það þrældóm. Ef þú verður barnshafandi þarftu vottorð til að fá leyfi til að vinna “eingöngu” 40 klst vinnuviku en sleppa vöktum ofan á, jafnvel þótt komið sé að lokametrum meðgöngu. Vaktaálagið er síðan oft sérlega áberandi á sumarleyfistíma þar sem læknar í vinnu þurfa að taka á sig margfalda vaktabyrði til að hægt sé að hleypa öðrum læknum í frí. Sumrin, sem eru rólegur tími á mörgum vinnustöðum, eru því sérlega kvíðvænlegur tími í þessu starfi. Eins getur manneklan valdið því að læknar þurfi til viðbótar að sinna margfaldri vinnu á dagvinnutíma og leysa af á mörgum stöðum samtímis. Ekkert þak hefur verið skilgreint á hámarksálag á hvern lækni, hvorki í dagvinnu né á vöktum. Fyrir þetta margfalda álag fæst engin auka umbun. Það er leitun að þeim lækni í dag, sérstaklega lækni sem þarf einnig að sjá um fjölskyldu og reka heimili, sem sækist eftir því að taka fleiri vaktir ofan á 40 klst. vinnuvikuna en nauðsynlegt er. Það kemur þó ósjaldan fyrir að samstarfsfólk veikist og þá þurfi að manna vakt með stuttum fyrirvara. Oft þurfa því læknar að taka aukavaktir vegna veikinda í beinu framhaldi af því að hafa unnið fullan 8 klukkutíma vinnudag. Í kjarasamningi lækna stendur: “Ef staðarvakt er breytt að ósk yfirmanns frá fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun skv. þessari grein með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi lækni greitt aukalega 4 klst. í yfirvinnu.” Þetta hafa sumir vinnustaðir lækna neitað að greiða með þeim rökum að það að bæta við sig aukavakt með minna en 24 klst. fyrirvara vegna veikinda falli ekki undir þetta ákvæði. Dæmi hver fyrir sig. Læknar verða að ráða eigin starfsumhverfi Það má lengi halda áfram að tína til atriði sem bæta þarf úr þegar kemur að starfsumhverfi og kjörum lækna og verður “atvinnuauglýsingin” aldrei tæmandi. Þó ber að geta þess að læknar hafa verið iðnir við að benda á ýmsar leiðir til úrbóta en aðstæður breytast því miður hægt þrátt fyrir grafalvarlegt ástand hvað læknamönnun varðar. Ætla mætti að vilji væri til að gera allt sem hægt er til að halda í og nýta sem best þann mannafla sem þó er til staðar. Dæmi um úrbætur í starfsumhverfi væri stóraukin áhersla á endurbætur tölvukerfa til að auka öryggi sjúklinga og skilvirkni í störfum lækna. Horfa þarf til landa þar sem starfsfólk er þjálfað sérstaklega til að styðja við lækna og gera þeim kleift að nýta sérþekkingu sína sem best. Setja þarf skýra forgangsröðun í störfum lækna, þar sem lækningar sjúkra og slasaðra, forvarnir og heilsuefling koma ávallt á undan íþyngjandi og oft óþarfa skriffinnsku eins og á við um sum vottorð, greinargerðir, undanþágulyfseðla o.sv.fr. Ný steypa við Hringbraut en starfsumhverfið hið sama? Í kjara- og starfsumhverfiskönnun sem Læknafélag Íslands gerði meðal lækna vorið 2024 kom fram að 76% lækna telja álag í starfi sínu vera frekar mikið eða allt of mikið, 81% lækna telja að læknar á þeirra vinnustað séu of fáir eða allt of fáir miðað við verkefni og vinnuálag og 52% lækna hafa stundum eða oft íhugað að hætta í starfi á liðnu ári vegna starfsumhverfis og/eða vinnuálags. Þetta eru grafalvarlegar tölur fyrir íslenskt samfélag sem verður að bregðast við tafarlaust. Læknar eru mannlegir eins og aðrir og það liggur í augum uppi að stéttin hefur setið eftir á undanförnum árum hvað starfsumhverfi, kjör og vinnuverndarsjónarmið varðar. Á sama tíma hafa fjölmargir aðrir hópar samfélagsins notið styttingar vinnuvikunnar með öllum þeim ávinningi sem í henni felst, þ.e. meiri lífsgæðum utan vinnu. Þetta birtist meðal annars í nýrri áskorun í starfsumhverfi lækna sem felst í styttingu vistunartíma barna á leikskólum sem er illsamræmanleg við langa og ósveigjanlega vinnudaga lækna með ung börn. Margar aðrar stéttir starfa einnig á vinnustöðum þar sem vinnutími er að einhverju leyti sveigjanlegri en hjá læknum, möguleikar eru á að vinna í fjarvinnu og vinnustaðurinn hefur á köflum jafnvel tök á að gera vel við starfsfólk sitt á ýmsan hátt umfram berstrípaða kjarasamninga. Kjarasamningur Læknafélags Íslands og fjármála – og efnahagsráðherra rann út þann 31. mars s.l. Læknar vísuðu kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara þegar í mars mánuði og eru viðræður enn í gangi. Ljóst er að verulega þarf að taka til í starfsumhverfi og kjörum lækna og læknar hafa miklar væntingar til komandi samninga. Kjör lækna þurfa að endurspegla þá miklu ábyrgð og álag sem þeir axla og þær fórnir sem stéttin færir vegna eðlis starfsins. Læknisstarfið sefur aldrei og tekur sér aldrei frí. Álagið er sjaldan meira en yfir hásumarið og á stórhátíðum sem aðrir telja sjálfsagt að geta notið með sínum nánustu. Vinnutíminn er ósveigjanlegur og það er erfitt að komast hjá því að vinna langt umfram hefðbundinn vinnutíma “því annars deyr fólk”. Læknar eru tilbúnir að standa vaktina áfram og leggja sig alla fram, fórna frítíma og vera alltaf til staðar, en á móti þarf að meta framlag þeirra að sanngjörnum verðleikum. Það er eina leiðin til þess að laða að fleiri lækna og losa okkur þar með undan ómennskum kröfum starfsins í dag. Æskileg viðbrögð felast ekki eingöngu í styttingu vinnuviku lækna og bættum launakjörum heldur einnig í því að hlustað sé á óskir lækna um breytingar og úrbætur á starfsumhverfi þeirra og að ráðist verði tafarlaust í þær aðgerðir sem þarf. Það mun skila samfélaginu betra heilbrigðiskerfi og auknu öryggi sjúklinga. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar