„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. ágúst 2024 18:30 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik. Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira