Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 14:32 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm/SFL Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“ Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“
Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira