Leið til aukinnar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar